FERÐAÞJÓNUSTA Í ÖRUM VEXTI – HVERNIG GETUM VIÐ HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN FERÐAÞJÓNUSTU Í HEIMABYGGÐ OG HVERT VILJUM VIÐ STEFNA ?

0
143

Í tilefni af aðalfundi FASK, sem haldinn verður í dag fimmtudag 27. Apríl að Smyrlabjörgum kl 17:00, er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig málefni ferðaþjónustunnar getur haft áhrif á samfélagsþróun í Austur – Skaftafellssýslu. Árið 2023 er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 2 milljónir en þeir verði jafnvel tvöfalt fleiri árið 2030. Bæði er gert ráð fyrir að aukning verði á háannatíma en einnig að fjöldi erlendra ferðamanna jafnist betur út á lágönn og að í raun verði samfelldur straumur ferðamanna yfir allt árið. Hvaða áskoranir, tækifæri og ógnanir fylgja þeim breytingum sem spáð er fyrir um svæði eins og Austur Skaftafellssýslu ? Einn megintilgangur Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu ( FASK ) er m.a að efla ferðaþjónustu á félagssvæðinu þannig að hún verði til sem mestrar hagsbóta fyrir íbúa héraðsins og samfélagsins. FASK á að vera vettvangur til að stuðla að umræðu sem hjálpar til við að móta þetta meginmarkmið og svara þeirri spurningu hvernig við viljum sjá þróun ferðaþjónustu og samfélags í náinni framtíð. Til að svo verði er mikilvægt að sem flest sjónarmið komist til skila í umræðu um þróun ferðamála í náinni framtíð. Við hvetjum því alla sem tök hafa á að koma og sækja aðalfund félagsins í dag kl 17:00. Fyrir fundinn verður almennt kaffispjall og hefst það spjall kl 16:00 að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Allir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Austur Skaftafellssýslu geta orðið félagar með því að greiða félagsgjöld. Stjórn FASK vonast til að sjá sem flesta í dag – Hlökkum til að sjá ykkur F.h stjórnar FASK Haukur Ingi Einarsson