OMNOM í Ríki Vatnajökuls

0
392

Í sumar ætla veitingaaðilar Ríkis Vatnajökuls að bjóða
matgæðingum og súkkulaðiunnendum í sannkallað
súkkulaðiferðalag þar sem að þeir bjóða upp á súkkulaðirétti
úr hágæða súkkulaði frá Omnom. Þar má finna girnilega
rétti á borð við súkkulaðitartar, ferska sítrónuystingsköku,
heimagerðan ís og svo mætti lengi telja.
Ríki Vatnajökuls hvetur Hornfirðinga og nærsveitunga til
að bjóða bragðlaukunum í ferðalag og bragða á ljúffengum
Omnom réttum víðsvegar um sýsluna okkar.