Austfjarðartröllið
Kraftakeppnin Austfjarðartröllið var haldin vítt og breitt um austfirði helgina 24. til 26. ágúst. Að þessu sinni hófst hún á Höfn í Hornafirði og fór keppnin fram á bryggjunni. Um er að ræða aflraunakeppni þar sem sterkustu menn landsins berjast um samnefndan titil. Keppninni lauk á Breiðdalsvík þann
26. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi:
sæti Ari Gunnarsson
sæti Sigfús Fossdal
sæti Eyþór Ingólfsson...
Náttúrulögmálin: Upplestrarferðin
Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu þann 19. október síðastliðinn, ætlar höfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl að haga sér einsog sveitaballapopparinn sem hann hefur alltaf dreymt um að vera og rúnta eftir öllum fjörðum, dölum, eyrum og annesjum með skemmtidagskrá og skottið fullt af bókum. Hann verður á Höfn í Hornafirði ásamt...
Jórunn Anna Hlöðversdóttir Schou
Anna Lúðvíksdóttir var langalangamma mín. Ég er tengd henni í föðurætt.Geir Sigurðsson langafi minn er faðir afa míns, Þorsteins Geirssonar. Anna er langamma föður míns, Geirs Þorsteinssonar. Hún er sem sagt formóðir mín í fjórða lið.
Kvenfélagið Grein í Lóni / Samband austur - skaftfellskra kvenna
Umhverfismál hjá Sveitarfélaginu Hornafirði
Þessi málaflokkur hefur verið í brennidepli allt síðasta ár. Sveitarfélagið fór í ákveðna vegferð sumarið 2017 með útboði á sorphirðu. Markmið útboðsins var að bæta þjónustu við íbúa með það að markmiði að draga úr urðun á sorpi og lækka kostnað. Tilboði var tekið hjá Íslenska Gámafélaginu (ÍG) sem bauð lægst og farin var sú leið að...
Útskrift frá FAS
Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson,...