Jákvæð heilsa og verðmætamat
Eflaust er það einstaklingsbundið hvað hver og einn telur til verðmæta. Lengst af hafa samfélög mannanna verið drifin áfram af þeim hvata að allt þurfi að aukast, vaxa og margfaldast, þannig verði verðmætin til. Til að fylgjast með gangi mála við verðmætasköpunina mælum við t.d. verga landsframleiðslu og hagvöxt. Við mælum afköst, framleiðni og árangur og oftar...
Útskrift hjá fræðslunetinu
Þann 29. maí síðastliðinn var útskrift Fræðslunets Suðurlands. Að þessu sinni útskrifuðust 11 nemendur úr Fagnámi í umönnun fatlaðra, þrír fengu afhentar niðurstöður úr raunfærnimati fyrir félagsliða og einn nemandi útskrifaðist sem félagsliði af félagsliðabrú.
Allir þeir sem luku námi sínu þetta vorið hjá Fræðslunetinu eru starfsmenn sveitarfélagsins og var fagnámið liður í endurmenntun heimaþjónustudeildar. Endurmenntun er mikilvæg til að...
SJÓN með þjónustu á Höfn
Markús Stephan Klinger er sjóntækjameistari frá Austurríki en hann stofnaði Sjón gleraugnaverslun árið 1999 og hefur verslunin stækkað jafnt og þétt allt síðan hún opnaði. Sjón verður á Höfn í Hornafirði daganna 22.-23. apríl í Slysavarnarhúsinu og á Reyðarfirði dagana 25.-28. apríl í húsi Hárbankans, Búðareyri 3. Hægt er að koma í sjónmælingu og skoða allskonar frábær...
Miðhálendið verði þjóðgarður
Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra kynnir frumvarp um miðhálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti frumvarp um Hálendisþjóðgarð á fundi með fréttamönnum þann 1. desember síðastliðinn. Frumvarp um Hálendisþjóðgarð var lagt fram á Alþingi á mánudaginn, en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Á miðhálendi...