Galdrakarlinn í Oz
Nú er fyrri sýningartörn á leikritinu Galdrakarlinum í Oz lokið og hafa 400 manns komið og séð sýninguna. Enn fleiri eiga pantað um næstu helgi en þá eru síðustu sýningarnar. Vert er að taka fram að ekki er mögulegt að bæta við fleiri sýningum en við reynum að koma fólki að eins og húsrúm leyfir! Við sem...
Tilraun æðarrækt, sjálfbært samlífi
Föstudaginn 16. september klukkan fjögur verður opnuð sýningin Tilraun Æðarrækt sjálfbært samlífi í Svavarssafni. Sýningin er afar viðamikil en hún er afrakstur samstarfs tuttugu og sjö listamanna- og hönnuða, auk æðaræktenda.
Löng og mikil hefð er fyrir æðarrækt á Íslandi og hvergi meiri útflutningur á æðardún. Þegar víkingar settust að á Íslandi tóku þeir með sér þessa hefð...
Skilaboð fundargesta af íbúafundi á Höfn
Á íbúafundi í Vöruhúsinu á Höfn þann 12. október sl. var Höfn í nútíð og framtíð til umræðu. Fundurinn var haldinn í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og hefur nú verið birt samantekt um skilaboð fundargesta á vefnum hornafjordur.is/adalskipulag.Umræður á fundinum snerust um hvernig gera mætti Höfn að enn fallegri, náttúrulegri, aðgengilegri, skemmtilegri og öflugri bæ. Fjölmargar...
Skrifstofuaðstaða fyrir frumkvöðla og störf án staðsetningar
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur boðið upp á aðstöðu fyrir aðila sem starfa án staðsetningar um árabil og er sú aðstaða einnig í boði fyrir frumkvöðla á svæðinu. Skrifstofan er á 2. hæð í Miðbæ og er um að ræða sameiginlega skrifstofuaðstöðu fyrir allt að fimm manns, með aðgengi að kaffistofu og fundaraðstöðu. Aðstaðan hæfir jafnt fyrir frumkvöðla, sem...
Húsmæðraorlof 2023
Dagana 21.-23. apríl fórum við allmargar konur úr Hornafirði í lúxusferð til Vestmannaeyja. Þetta var svokallað húsmæðraorlof sem á sér langa sögu. Brunað var á nokkrum bílum uppúr klukkan átta á föstudagsmorgni og ekið sem leið liggur að Suðurvík þar sem var stoppað og borðaður hádegismatur. Við fórum þennan dag í dásemdarveðri sem lék við okkur allan...