Menn uppskera eins og þeir sá
Undanfarið ár hefur svo sannarlega verið frábær uppskera af þessari vinnu, fjölgun iðkenda, landsliðsefni í öllum aldurshópum og árangur á landsvísu frábær. Í dag eru yngriflokka iðkendur hvorki meira né minna en 85 og teflir félagið fram einu eða fleiri liðum í öllum aldurshópum frá fyrsta til tíunda bekk. Metnaðurinn er mikill í krökkunum og sést það...
Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ
Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir...
Hvað er Ungmennafélagið Sindri?
Margrét Kristinsdóttir
Mikill metnaður og auður býr í félaginu okkar, Ungmennafélaginu Sindra. Frá því að ég hóf störf í janúar hefur starfið verið ákaflega krefjandi en á sama tíma spennandi og ekki síst gefandi. Verkefnin eru fjölbreytt og enginn dagur er eins. En hvað er Ungmennafélagið Sindri? Jú við erum þjónustu...
ÍBÚAKÖNNUN LANDSHLUTANNA – TAKTU ÞÁTT!
Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum. Niðurstöðurnar veita innsýn í stöðu íbúa á landsbyggðinni og geta nýst öllu...
Hornafjörður, náttúrulega! komið á flug
Nú er verkefnið Hornafjörður, náttúrulega! komið vel af stað og hafa fulltrúar stofnana sveitarfélagsins hafið vinnu við að skilgreina áherslur sinna stofnana í takt við nýju heildarstefnu sveitarfélagsins. Fyrsta skref þeirrar vinnu var tekið á sameiginlegri vinnustofu þar sem 46 fulltrúar starfsmanna sveitarfélagsins komu saman í Vöruhúsinu til að rýna starf sitt út frá markmiðum stefnunnar. Verkefnastjórar...