Skrifstofuaðstaða fyrir frumkvöðla og störf án staðsetningar

0
179

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur boðið upp á aðstöðu fyrir aðila sem starfa án staðsetningar um árabil og er sú aðstaða einnig í boði fyrir frumkvöðla á svæðinu. Skrifstofan er á 2. hæð í Miðbæ og er um að ræða sameiginlega skrifstofuaðstöðu fyrir allt að fimm manns, með aðgengi að kaffistofu og fundaraðstöðu. Aðstaðan hæfir jafnt fyrir frumkvöðla, sem og störf sem unnin geta verið án staðsetningar. Leiguverð er hóflegt og má finna gjaldskrá inni á heimasíðu sveitarfélagins; Gjaldskrár |
Hornafjörður (hornafjordur.is).
Stuðningurinn við frumkvöðla heyrir undir Hreiðrið –
Frumkvöðlasetur, en um er að ræða samstarfsverkefni um netverk fyrir frumkvöðla á Suðurlandi. Í Hreiðrinu geta frumkvöðlar fengið ráðgjöf og leiðsögn við upphaf sinnar vegferðar, auk fyrrnefnds aðgangs að vinnuaðstöðu og
samfélagi annarra frumkvöðla.
Sveitarfélagið Hornafjörður,
Háskólafélag Suðurlands og
Nýheimar þekkingarsetur
undirrituðu samstarfssamning um frumkvöðlastuðninginn á nýafstaðnu Starfastefnumóti sem haldið var í Nýheimum við góðan orðstýr.

Áhugasömum aðilum er bent á að hafa samband við Árdísi Ernu Halldórsdóttur í netfangið ardis@hornafjordur.is fyrir bókanir á aðstöðu og nánari upplýsingar.

Árdís Erna Halldórsdóttir, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.