Körfuknattleiksdeild Sindra
Það má með sanni segja að körfuboltinn hafi farið af stað með látum þetta tímabilið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og er hún að skila því að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta á Höfn. Meistaraflokkur karla er sem stendur í öðru sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir Álftanesi sem situr í...
Vortónleikar karlakórsins Jökulls
Við erum hér í jöklanna skjóli og búum við þau forréttindi að vera umlukin náttúrufegurð hvert sem augað eygir. Náttúran færir okkur aukinn kraft og er okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Listamenn nútímans sem og til forna hafa notað umhverfið til listsköpunnar, hvort sem þeir hafa málað á striga, tekið á...
Barnaþing
Barnaþing Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Grunnskóla Hornafjarðar og FAS í tengslum við Barnvænt samfélag sem haldið var 3. og 4. nóvember fór vel fram.
Á Barnaþingi er leitast við að hlusta á raddir barnanna og þeim gefin sérstök leið til að hafa áhrif á eigið samfélag.
Þar komu fram margar góðar hugmyndir og hugleiðingar um bæði hvað mætti bæta og hvað...
Römpum upp Ísland á Höfn
Þann 9. júní samþykkti bæjarráð að veita verkefninu Römpum upp Ísland 400.000 kr styrk, en verkefnið er átaksverkefni sem felst í að setja rampa fyrir hjólastóla á 1.000 staði á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins....
Vilt þú taka við Eystrahorni?
Eftir lærdómsríkt og mjög skemmtilegt ár sem ritstjóri Eystrahorns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Þakklæti er mér efst í huga eftir árið, það var dýrmætt að finna fyrir stuðningi samfélagsins og góðum móttökum hvert sem tilefnið hefur verið.Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa komið að blaðinu með einum eða...