BJARNANESKIRKJA VIÐ LAXÁ ENDURGERÐ
Það eru margir sem sakna Bjarnaneskirkju við Laxá enda var þetta glæsileg kirkja sem stóð á fallegum stað í Nesjum, og eiga þar margir góðar minningar. Á dögunum var Bjarnanessókn færð kirkjan endurbyggð að gjöf í formi líkans. Þúsundþjalasmiðurinn Ragnar Imsland sá um smíðina, allt frá girðingarstaurum að kirkjuklukkunni sem hangir í turni kirkjunnar. Þetta er sannkölluð...
Börn eru mikilvægust!
Almennt er fólk sammála um að það mikilvægasta í lífinu sé fjölskyldan, börnin og ástvinir. Ekki tekst þó alltaf að manna þau störf sem snúa að því að vinna með börnum eða ástvinum okkar sem þarfnast umönnunar. Eins og glöggir notendur heimasíðu sveitarfélagsins hafa tekið eftir þá er stöðugt verið að auglýsa eftir starfsfólki í leikskólann Sjónarhól....
Leikskólinn Sjónarhóll
Þegar grunnþjónustan blómstar, blómstrar samfélagið. Leikskóli er einn af grunnstoðum hvers samfélags.
Leikskólinn Sjónarhóll nær ekki að blómstra eins og staðan er núna og hefur það slæm áhrif á samfélagið og ímynd sveitarfélagsins út á við. Við viljum að sveitarfélagið vaxi, íbúafjöldi aukist og að barnafjölskyldur sjái tækifæri í því að flytja í Sveitarfélagið Hornafjörð. Þegar fjölskylda...
Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið
Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr.
Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel.
Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.
Kino á Cafe Vatnajökli
Það er stundum talað um Viktor Tsoi og Kino einsog tónlist þeirra og ljóð hafi fellt Sovétríkin. Það er býsna bratt en hrein staðreynd að hljómsveitin spilaði gríðarlega rullu í þeirri hugarfarsbreytingu sem var undanfari hrunsins. Á sama tíma er Tsoi einsog rafmagnaður Dylan, sem hljóp undan þjóðinni sem vildi gera hann að pólitískum spámanni eða praktískum...