Leik- og grunnskólinn í Hofgarði fluttur tímabundið
Nú eru framkvæmdi hafnar í Hofgarði þar sem opnað verður á milli leikskólans og grunnskólans. Um leið verður leikskólahlutinn og salernin í samkomuhúsinu tekin í gegn.
Vonir standa til að þessar breytingar muni efla skólastarfið í Lambhaga og Grunnskólanum í Hofgarði um leið og húsakosturinn verður stórbættur allri sveitinni til hagsbóta.
Meðan á framkvæmdum stendur hefur skólastarfið verið fært...
Samanburður nokkurra gjalda sveitarfélaga
Sveitarfélagið Hornafjörður vill að gefnu tilefni bregðast við frétt sem birtist á vef AFL Starfsgreinafélags um hækkanir á gjaldskrám þriggja sveitarfélaga; Sveitarfélaginu Hornafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Almennar gjaldskrárhækkanir í sveitarfélaginu eru tengdar þróun vísitölu. Umframhækkanir voru á gjaldskrám umhverfis- og skipulagssviðs og gjaldskrá leikskóla. Til þess að íbúar geti kynnt sér málið betur hafa starfsmenn greint umræddar...
Betur gert, flokkað og merkt
Í upphafi árs tóku gildi ný lög um meðhöndlun úrgangs á Íslandi sem eru gjarnan kölluð hringrásarlögin. Í þeim er meðal annars kveðið á um að flokka eigi í fjóra flokka við heimili og á vinnustöðum í þéttbýli og fleiri flokka á grenndarstöðvum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum...
Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings hlýtur styrk
Búnaðarsamband A-Skaft ákvað að styrkja Æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Hornfirðings. Styrkurinn var tileinkaður reiðskóla barna sem hefur svo sannarlega fallið í góðan jarðveg. Það er skemmtilegt og nauðsynlegt að auka framboð á afþreyingu fyrir börn. Styrkurinn nýtist því vonandi vel. Búnaðarsambandið styrkir einnig nemendur sem stunda búfræðinám og nám við garðyrkjuskólann á Reykjum, ...
Áfram stíginn!
Á síðasta kjörtímabili var lyft grettistaki í gerð göngustíga á Höfn. Malbikaði stígurinn meðfram firðinum að vestanverðu var framlengdur og er mikið notaður. Það að stígurinn sé malbikaður gefur mikla möguleika á notkun stígsins fyrir barnavagna, reiðhjól, götuhlaup, rólega göngutúra og síðast en ekki síst rafskutlur og hjól með eldri borgara. Má með sanni segja að stígurinn...