Framkvæmdir við Hafnarbraut
Sveitarfélagið Hornafjörður vill vekja athygli á því að framkvæmdir eru að hefjast við Hafnarbraut og gera má ráð fyrir truflun á umferð á götunni í sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september. Skipt verður um lagnir, bæði fráveitu og vatnslagnir frá gatnamótum Hafnarbrautar og Víkurbrautar að Litlubrú og í Bogaslóð norðan Hafnarbrautar og Skólabrúar....
Vísindadagar í FAS
Það er löngu orðin hefð í FAS að hafa vísindadaga síðast í október. Annað hvert ár hefur verið farið með staðnemendur í tveggja daga ferð til að kynna sér önnur bæjarfélög og hvað er í gangi þar.
Dagana 27. og 28. október var farið til Stöðvarfjarðar. Þar voru þrír staðir skoðaðir. Fyrst var stoppað á Kambanesi þar sem...
Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíðin – Takk!
Í Hornafirði er landslagið stórkostlegt og sannkallað heimili náttúruperla. Með háum fjöllum, djúpum giljum og tignarlegum Vatnajökli í norðri og hrikalegri strandlengju fyrir opnu hafi í suðri - sannkölluð náttúruparadís. Slíkri fegurð fylgir mikið aðdráttarafl og til okkar flykkjast nú ferðamenn sem aldrei fyrr.Hér í Hornafirði erum við með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og...
Aðventutónleikar
Aðventutónleikar Karlakórsins Jökuls í streymi Karlakórinn Jökull ætlar að halda aðventutónleika næstkomandi mánudag, 13. desember kl. 20. Tónleikarnir verða sendir út í gegnum streymi á netinu. Sökum samkomutakmarkanna vegna Covid, þá þykir okkur ekki fýsilegt að tefla í tvísýnu og ætlum að reyna þessa leið og leyfa vinum og velunnurum kórsins að njóta. Tónleikarnir verða sendir út...
Opnir dagar í FAS
Kæru lesendur!Við erum Anna Lára, Helga Kristey, Isabella Tigist, Marie Salm, Nína Ingibjörg og Siggerður Egla. Við erum nemendur í FAS. Í síðustu viku voru svokallaðir opnir dagar í skólanum. Opnir dagar eru haldnir einu sinni á ári í FAS. Þeir standa yfir í þrjá daga, 27. febrúar - 1. mars og leggja nemendur þá skólabækurnar...