Áfram stíginn!
Á síðasta kjörtímabili var lyft grettistaki í gerð göngustíga á Höfn. Malbikaði stígurinn meðfram firðinum að vestanverðu var framlengdur og er mikið notaður. Það að stígurinn sé malbikaður gefur mikla möguleika á notkun stígsins fyrir barnavagna, reiðhjól, götuhlaup, rólega göngutúra og síðast en ekki síst rafskutlur og hjól með eldri borgara. Má með sanni segja að stígurinn...
Hlynur og Þórbergur mætast í Svavarssafni
Laugardaginn 14. maí næstkomandi, kl. 15:00, verður viðburðurinn Harmsaga um hest haldin í Svavarssafni. Ljósmyndasýning Hlyns Pálmasonar verður skoðuð í bókmenntalegu samhengi og hvernig hún kallast á við frásögn Þórbergs Þórðarsonar af hestinum Jarpi í fyrsta bindi Suðursveitabóka hans. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um söguna og tengja við verk Hlyns, og að lokum verður endað...
Rafíþróttadeild Sindra
Rafíþróttadeild Sindra leggur kapp á að gefa börnum og unglingum í Sveitarfélaginu Hornafirði kost á markvissum æfingum og heilbrigðum spilaháttum þegar kemur að rafíþróttaiðkun.Þar að auki er tilgangur deildarinnar að fræða iðkendur og forsjáraðila um muninn á rafíþróttum og tölvuleikjaspilun.Það er okkar trú að markvissar æfingar á tölvuleikjum í réttu umhverfi geti haft jákvæð áhrif á iðkendur.Starf...
Leikskólinn Sjónarhóll
Þegar grunnþjónustan blómstar, blómstrar samfélagið. Leikskóli er einn af grunnstoðum hvers samfélags.
Leikskólinn Sjónarhóll nær ekki að blómstra eins og staðan er núna og hefur það slæm áhrif á samfélagið og ímynd sveitarfélagsins út á við. Við viljum að sveitarfélagið vaxi, íbúafjöldi aukist og að barnafjölskyldur sjái tækifæri í því að flytja í Sveitarfélagið Hornafjörð. Þegar fjölskylda...
Hef alltaf séð Höfn í sterku, dulúðugu ljósi
„Já, það er þrælgaman,“ segir Elísabet Jökulsdóttir, listamaður vikunnar, aðspurð hvort henni finnist gaman að taka þátt í jólabókaflóðinu. „Þetta er svo mátulegt og ekkert yfirþyrmandi. Gaman að hitta lesendur og Guðrún Sóley Gestsdóttir var skemmtilegur spyrill á kvöldi í Bókasafni Kópavogs um daginn, þar sem hún var greinilega þrællesin í bókunum og spurði svona inní og...