Menningarhátíð Hornafjarðar
Föstudaginn 10. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum. Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir voru afhent. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði.Sigurjón Andrésson bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hans að...
HALLDÓR ÓLAFSSON VINNUR VERÐLAUN FYRIRÞYNGSTA UNGNAUTIÐ
Halldór Ólafsson nautabóndi á Tjörn leggur mikið kapp á góða nautgriparækt. Hann velur nautkálfana sína af mikilli vandvirkni og á sínar uppáhalds kýr sem hann velur undan. Hann brennur fyrir nautin sín enda er hann mikill dýravinur. Nautgriparæktarfélag AusturSkaftafellssýslu hélt aðalfund á dögunum þar sem Halldóri voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungnautið í AusturSkaftafellssýslu. Nautið Gummi númer...
FERÐAÞJÓNUSTA Í ÖRUM VEXTI – HVERNIG GETUM VIÐ HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN FERÐAÞJÓNUSTU Í HEIMABYGGÐ OG HVERT VILJUM VIÐ STEFNA ?
Í tilefni af aðalfundi FASK, sem haldinn verður í dag fimmtudag 27. Apríl að Smyrlabjörgum kl 17:00, er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig málefni ferðaþjónustunnar getur haft áhrif á samfélagsþróun í Austur - Skaftafellssýslu. Árið 2023 er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 2 milljónir en þeir verði jafnvel tvöfalt...
Úr sársauka í styrk
Kæru Hornfirðingar. Eins og mörg ykkar vita greindist Ægir Þór yngsti sonur okkar Sævars árið 2016 með Duchenne sem er banvænn og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur . Þá breyttist líf mitt að eilífu og við tók sorgarferli og ýmsar breytingar. Eftir að hafa jafnað mig á mesta áfallinu fór ég smátt og smátt að vinna mig í gegnum...
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan föstudaginn 5. júlí á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Svæðið er einstakt á heimsvísu...