Fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku

0
379

Börn í fermingarfræðslu Bjarnanessprestakalls munu á þriðjudaginn ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin hefur verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar og munu börnin fá fræðslu í hvað peningarnir fara áður en þau halda út með baukana. Með því að virkja börnin með söfnuninni fá þau fræðslu um þá neyð sem ríkir í heiminum í dag og hvernig þau geta sýnt náungakærleik og látið gott af sér leiða. Söfnunin síðustu ár hefur gengið gríðarlega vel og er sú ósk að það sama verði uppi á teningnum í ár og að Hornfirðingar taki vel á móti börnunum.
Söfnunin verður þriðjudaginn 2. nóvember mili kl.18 og 21.