Vöktun náttúruverndarsvæða
Náttúrustofa Suðausturlands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða um vöktun náttúrufars á ákveðnum ferðamannastöðum. Verkefnið er unnið af frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en NÍ heldur utanum verkefnið og er ábyrgðaraðili þess. Markmiðið er að vakta friðlýst svæði og aðra viðkvæma staði sem eru fjölsóttir og undir miklu álagi vegna...
Kiwanis afhendir reiðhjólahjálma
Þann 28. maí fór fram afhending reiðhjólahjálma til 1. bekkinga Grunnskóla Hornafjarðar. Kiwanisfélagarnir Jón Áki Bjarnason forseti Kiwanisklúbbsins Óss og umdæmisritari Sigurður Einar Sigurðsson félagi í Ós mættu og dreifðu hjálmunum. Með í för var Grétar Þorkelsson lögreglumaður sem útskýrði fyrir börnunum öryggi þess að nota hjálm. En öllu starfi hjá Ós hefur seinkað eða...
Þakkir
Kæru bæjarbúar Við í 3. flokki Sindra í kvenna- og karla knattspyrnu viljum þakka öllum bæjarbúum og nærsveitungum fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur í fjáröflunum okkar. Í vetur og vor höfum við gengið í hús og selt ýmsan varning. Nú líður senn að ferðinni okkar í knattspyrnuskólann á Spáni og...
Hjólböruganga til styrktar Krabbameinsfélaginu
Hugi Garðarsson er 21 ára göngugarpur sem gengur nú hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu og til minningar um ömmu sína sem lést úr krabbameini. Síðastliðin þriðjudag var hann staddur á Höfn eftir að hafa byrjað gönguna á Þingvöllum fyrir 59 dögum og lagt að baki rúmlega 2000 km. Markmiðið er að heimsækja 70 bæi...
Geðheilsa barna
Á undanförnum árum hefur kvíði barna fengið verðskuldað rými í samfélagsumræðunni. Það skal engan undra enda kvíði algengt vandamál meðal barna og ein helsta ástæða þess að foreldrar leita til sálfræðinga með börn sín. En kvíði, í sjálfu sér, er ekki vandamál heldur eðlileg og gagnleg tilfinning sem allir upplifa og hjálpar okkur að komast af. Kvíði...