2 C
Hornafjörður
20. maí 2024

Leit að postulíni – sýning í Svavarssafni

Margt var um manninn þegar sýningin “Leit að postulíni” var opnuð föstudaginn 22. september í Svavarsafni. Brynhildur, Ólöf Erla og Snæbjörn hafa unnið saman í yfir ár að verkefninu. Verkefnið er í grunninn rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis...

Fjör á bökkum Laxár

Fimmtudaginn 14. september hélt Nemendafélag FAS brennu til að heiðra komu nýrra nemenda við skólann. Brennan var haldin niður við Laxá í Nesjum, og fóru nemendur þangað með rútu. Við komu nemendanna voru grillaðar pylsur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var tendrað í bálkestinum við söng Vilhjálms Magnússonar, trúbadors, sem sá um að halda uppi stuðinu það...

Strandhreinsun á Breiðamerkursandi

Síðastliðinn laugardag, þann 16. september, á Degi íslenskrar náttúru fór fram viðamikil strandhreinsun á Breiðamerkursandi. Ákveðið var að byrja á hreinsun strandlengjunnar frá Reynivallaós í austri og að Jökulsá í vestri sem varð hluti að Vatnajökulsþjóðgarði í sumar. Þátttaka var góð, en um 50 vaskir sjálfboðaliðar mættu og létu til sín taka og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Mikil...

Styrkur til þróunar náms

Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára. Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi. Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands...

Skilaboð frá krökkunum til ökumanna

Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leik­skólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar sam­­visku­lega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti....

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...