Sögustund á bókasafninu
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar hefur ákveðið að endurvekja sögustundir á Bókasafninu í samstarfi við gestalesara. Frumraunin var laugardaginn 28. október og tókst sú stund einstaklega vel. Vel var mætt og voru 26 krakkar að hlýða á sögurnar þegar mest var, auk foreldra, yngri og eldri systkina. Stefnt verður að því að hafa Sögustundirnar annan hvern laugardag kl. 13:30-14:00 og miðast...
Nýheimar – þekkingarsetur tekur við þjónustu við háskólanema á Hornafirði
Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum.
Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima - þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar - þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum - þekkingarsetri og við þetta...
FAS í 30 ár
Eins og kom fram í upprifjun á fésbókarsíðu Eystrahorns í septembermánuði síðastliðnum þá eru 30 ár síðan Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu var stofnaður. Í tilefni af þessum tímamótum verða hinir árlegu Vísindadagar í skólanum sem standa yfir þessa dagana tileinkaðir þrítugsafmælinu. Lesendur Eystrahorns og íbúar á Suðausturlandi eru því minntir á afmælið með ýmsum hætti og eru beðnir að fylgjast...
Ferðabók Eggerts og Bjarna
Kolbrún Ingólfsdóttir afhenti sveitarfélaginu einstakt eintak af ferðabók Eggerts og Bjarna. Kolbrún S. Ingólfsdóttir og eiginmaður hennar Ágúst Einarsson komu að Hala þann 13. október sl. þar sem Kolbrún færði sveitarfélaginu til varðveislu frumútgáfu af ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar en bókin er gefin út á dönsku árið 1772 mun bókin vera eitt af sex eintökum sem til...
Á sjó – Áhugavert erindi í Gömlubúð á föstudag
Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri fór haustið 2016, ásamt um 600 nemum, í 18.000 sjómílna ferðalag. Ferðin tók fjóra mánuði í 24.000 tonna fljótandi háskóla. Heimsótt voru 12 lönd og siglt um fimm af heimshöfunum sjö.
Edward mætir í Gömlubúð föstudaginn 13. október klukkan 17:30 til að segja frá ferð sinni. Í erindinu segir hann ferðasögu sína og...