Sögustund á bókasafninu

0
1085

Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar hefur ákveðið að endurvekja sögustundir á Bókasafninu í samstarfi við gestalesara. Frumraunin var laugardaginn 28. október og tókst sú stund einstaklega vel. Vel var mætt og voru 26 krakkar að hlýða á sögurnar þegar mest var, auk foreldra, yngri og eldri systkina. Stefnt verður að því að hafa Sögustundirnar annan hvern laugardag kl. 13:30-14:00 og miðast lesefnið við 3-6 ára. Næst verður lesið 11. og 25. nóvember og svo verður jólaþema á Sögustund 16. desember. Við auglýsum fleiri Sögustundir á nýju ári þegar nær dregur. Hlökkum til að sjá sem flesta.