Hirðingjarnir styrkja starf Þrykkjunnar
Félagsmiðstöðin Þrykkjan er með starf fyrir unglingana í samfélaginu, þar sem þau geta komið og notið sín í umhverfi sem er tileinkað þeim. Þau geta spilað tölvuleiki saman, farið í fullt af leikjum bæði úti og inni, spilað borðspil og á hverri opnun er einnig einhver skipulögð dagskrá sem þau geta tekið þátt í. Með því erum...
DANSINN LENGIR LÍFIÐ
Listakonan Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason er búin að vera dansari eins lengi og hún man eftir sér. Ferðalagið byrjaði við fjögurra ára aldurinn í Balletskóla Eddu Scheving og hélt áfram upp í háskóla þar sem hún menntaði sig í samtímadansi. Síðastliðin ár hefur Ragnheiður hvílt dansskóna á meðan hún hefur snúið sér meira að myndlist og gjörningum. Hún...
LÍFIÐ Á SJÓNUM: SJÓFERÐ REYNIS ÓLASONAR
Reyni Ólasyni er sjómennskan í blóð borin, hann stundaði sjóinn í tugi ára og hefur upplifað hæðir og lægðir lífsins á höfum úti. Í tilefni þess að sjómannadagurinn er framundan settist Eystrahorn niður með Reyni í spjall um lífið á sjónum. Reynir kom til Hornafjarðar árið 1978 í sumarfrí sem hann er enn í segir hann léttilega....
Vorhátíð FAS
Þann 9. maí síðastliðinn opnaði Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu dyrnar fyrir Hornfirðingum og bauð til Vorhátíðar. Til sýnis á hátíðinni voru verkefni nemenda sem unnin voru á liðnu skólaári og var þeim raðað eftir áföngum inn í skólastofur. Gátu þá gestir gengið á milli stofa og virt fyrir sér afrakstur skólaársins í máli og myndum
TÓNLISTARVEISLA Á HÖFN UM SJÓMANNADAGSHELGINA
Hornfirðingar eiga von á mikilli tónlistarveislu um Sjómannadagshelgina þar sem Grétar Örvarsson hefur stefnt fjölda landsþekktra tónlistarmanna til Hafnar þá helgi. Föstudagskvöldið 2. júní verða tónleikarnir Sunnanvindur í Hafnarkirkju þar sem Grétar mun flytja eftirlætislög föður síns, Hornfirðingsins Örvars Kristjánssonar harmónikkuleikara, ásamt Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, Sigríði Beinteinsdóttur og Ragnari Eymundssyni. Ásta Soffía er einn fremsti harmónikkuleikari landsins...