Hirðingjarnir styrkja starf Þrykkjunnar

0
246

Félagsmiðstöðin Þrykkjan er með starf fyrir unglingana í samfélaginu, þar sem þau geta komið og notið sín í umhverfi sem er tileinkað þeim. Þau geta spilað tölvuleiki saman, farið í fullt af leikjum bæði úti og inni, spilað borðspil og á hverri opnun er einnig einhver skipulögð dagskrá sem þau geta tekið þátt í. Með því erum við að efla félagsfærni þeirra sem eykur allt sem tengist vellíðan í lífinu. Fyrri stuttu gáfu Hirðingjarnir okkur 1,1 milljón og sá peningur mun fara í að efla og bæta starfið. Með þessari grein langar okkur að segja takk kærlega fyrir kæru Hirðingjakonur. Einnig langar okkur að hvetja samfélagið til að halda áfram að fara með hluti í Hirðingjana svo þær geti haldið áfram að með þetta frábæra starf.

Starfsmenn Þrykkjunnar