2 C
Hornafjörður
25. apríl 2024

Opnun á vinnustofu í Gamla sláturhúsinu

Þann 10. ágúst síðastliðin var opnun á vinnustofu Evu Bjarnadóttur og Peters Ålander í Gamla Sláturhúsinu á Fagurhólsmýri í Öræfum. Opnunin var gjörningur þar sem tímarnir fengu að mætast. Eva og Peter tóku við gömlu sláturhúsi Öræfinga, byggðu 1958, sem hafði staðið yfirgefið síðan vinnsla hætti. Tökum við yfir húsið eða húsið yfir okkur? Ýmsir munir voru til sýnis frá tímum slátrunar...

Lesið í landið – Vinnustofa og málþing í Suðursveit 1. mars

Lesið í landið heitir vinnustofa á vettvangi sem fer fram föstudaginn 1. mars kl. 13 í Suðursveit þar sem verbúðir voru á 16. öld í Kambstúni vestan við Hestgerðiskamb. Vinnustofunni stýrir Þuríður E. Harðardóttir, minjavörður Austurlands. Meðal þess sem kennt verður í vinnustofunni er hvernig hægt er að nýta snjallsíma til að skrásetja menningarminjar. Eftir að vinnustofunni lýkur verður haldið...

Frá Tónskóla A-Skaft. – Dagur tónlistarskólanna

Laugardaginn 8. febrúar verður opið hús hjá Tónskóla A-Skaft í Sindrabæ. Þar munu allir nemendur skólans, einleikarar og hljómsveitir koma fram og spila fyrir gesti og gangandi. Einnig munum við bjóða upp á smá tónlistarkeppni þar sem foreldrar, nemendur og gestir geta keppt í visku sinni í tónlist. Um hádegisbilið mun...

Menningarverðlaun Suðurlands 2023

Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...

Kvöldstund með KVAN

Í starfi Nýheima þekkingarseturs með ungu fólki hefur komið fram að ungmenni í Hornafirði telji sig skorta fræðslu á víðum grunni. Á námskeiðinu Öflug ung forysta sem setrið hélt fyrir ungt fólk í desember síðastliðnum kom m.a. fram áhugi ungmenna á valdeflandi fræðslu og stungu ungmennin uppá að fá KVAN í heimsókn fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu....

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...