Hljómsveit Hauks leggur á Hafið!
Laugardaginn 20. nóvember kemur hljómsveit Hauks saman á balli á HAFINU og setur punktinn yfir i-ið eftir langan starfsferil á Hornafirði og víðar. Hljómsveitin hefur spilað saman í nærri 40 ár með sömu hljóðfæraleikurum og söngvurum. Við þetta tækifæri mæta um borð: Bjartur Logi, Bragi Karls. ,Gunnlaugur Sig. ,Haukur, Jóhann M. ,Sigríður Sif og Þórdís. Það verður...
Fréttir af Hirðingjum
Salan hjá Hirðingjunum gengur vel að vanda og höfum við geta gefið margar góðar gjafir. Fyrst er að nefna píanó fyrir félagsþjónustu sveitarfélagsins sem og peningagjöf, samtals um 800.000 kr. Einnig gáfum við ómtæki á heilsugæslustöðina sem og vatnsvél fyrir starfsfólkið, að verðmæti 1.100.000 kr. Svo gáfum Hafnarkirkju eina milljón. Við þökkum eigendum Skinneyjar-Þinganess...
Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið
Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr.
Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel.
Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.
Fjölskyldumiðstöð
Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur við húsnæðið við Víkurbraut 24 sem áður hýsti leikskólann Krakkakot. Húsnæðið mun hýsa Fjölskyldumiðstöð, félagsmálasviðið flytur þangað í heild sinni ásamt heimaþjónustudeild og málefni fatlaðs fólks. Aðstaða fyrir þennan málaflokk hefur verið á hrakhólum undanfarin ár. Á sviðinu starfa í heild um 25 manns þegar allt er tiltekið og þjónustuþegar eru...
Hundapálminn til Hornafjarðar
Fjárhundurinn Jökull gerði sér lítið fyrir og hlaut dómnefndarverðlaunin í keppni sem kennd er við The Palm Dog Award eða Hundapálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt í nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar, Volaða land. Myndin fékk frábærar móttökur og sá Jökull til þess að aðstandendur myndarinnar færu ekki tómhentir heim. Nafn verðlaunanna er vitaskuld tilbrigði...