Fréttir af Hirðingjum

0
388

Salan hjá Hirðingjunum gengur vel að vanda og höfum við geta gefið margar góðar gjafir. Fyrst er að nefna píanó fyrir félagsþjónustu sveitarfélagsins sem og peningagjöf, samtals um 800.000 kr. Einnig gáfum við ómtæki á heilsugæslustöðina sem og vatnsvél fyrir starfsfólkið, að verðmæti 1.100.000 kr. Svo gáfum Hafnarkirkju eina milljón.
Við þökkum eigendum Skinneyjar-Þinganess fyrir afnot af húsnæðinu. Einnig þökkum við Benna hennar Ólu fyrir afnot af pallbílnum. Þið sem hafið stutt okkur þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári, en í haust eru 10 ár síðan við byrjuðum á þessu brasi.

Fyrir hönd Hirðingjanna,
Elísabet Einarsdótir