Forn býli í landslagi
Hver þekkir bæjarheitin Butra eða Hellar? Líklega kannast fáir þeirra sem yngri eru við þau en margir af eldri kynslóðum Austur-Skaftfellinga hafa heyrt þeirra getið. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru mikil og merk ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum. Ummerkin eru ýmsar tegundir jarðlægra minja, m.a. tóftir bæjarhúsa og annarra mannvirkja tengdum þeim. Þau eru vitnisburður um...
Kæru Hornfirðingar
Á liðnum árum hefur skapast sú hefð að Karlakórinn Jökull hefur staðið fyrir glæsilegum jólatónleikum í Hafnarkirkju, þar sem hornfirskt tónlistarfólk hefur sameinað krafta sína og flutt sína tónlist og safnað peningum fyrir samfélagið. Hafa þessir tónleikar verið í huga margra upphafið að jólahaldinu. En nú eins og svo margt annað á þessu ágæta ári, eru...
Gott ár hjá Hirðingjunum
Salan hefur gengið vel hjá Hirðingjunum í ár og við höfum gefið margar góðar gjafir. Á fyrri hluta árs gáfum við húsgögn í setustofu hjúkrunardeildarinnar. Við fengum góðan styrk frá velunnara okkar og gátum keypt nýtt sjónvarp og hljóðkerfi á hjúkrunardeildina. Í sumar gáfum við 4 lazyboy stóla í sólstofu deildarinnar og 2 lazyboy stóla á dvalardeildina....
Viðbót við söguskilti í Öræfum
Í ágúst í fyrra voru afhjúpuð tvö söguskilti við áningastað vestan við Kvíá í Öræfum, annað um strand togarans Clyne Castle og hitt um skipströnd í Öræfum. Nú hafa margir Öræfingar og fleiri sem þar eiga leið hjá velt fyrir sér hvaða hlut sé búið að koma upp við skiltin. Þessi hlutur er spilið úr togaranum Clyne...
Ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa
Föstudaginn 20. nóvember opnaði ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa sem heitir “Aldur er bara tala” www.aldurerbaratala.is. Síðan er einnig á fésbókinni. Markmið síðunnar er að gefa eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er í hópi þeirra eldri...