Stofnun fjölmenningarráðs
Þriðjudaginn 12. október komu fulltrúar fjölmenningarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar saman og funduðu í fyrsta skipti. Fjölmenningarráð starfar undir velferðarnefnd sveitarfélagsins líkt og öldungaráð og er skipað íbúum af erlendum uppruna. Megin hlutverk ráðsins er að móta fjölmenningarstefnu, koma málefnum og skoðunum innflytjenda á framfæri, skapa vettvang til samskipta og stuðla að opnu samfélagi sem skapar pláss...
Hljómsveit Hauks leggur á Hafið!
Laugardaginn 20. nóvember kemur hljómsveit Hauks saman á balli á HAFINU og setur punktinn yfir i-ið eftir langan starfsferil á Hornafirði og víðar. Hljómsveitin hefur spilað saman í nærri 40 ár með sömu hljóðfæraleikurum og söngvurum. Við þetta tækifæri mæta um borð: Bjartur Logi, Bragi Karls. ,Gunnlaugur Sig. ,Haukur, Jóhann M. ,Sigríður Sif og Þórdís. Það verður...
Hræðsluganga á Höfn
Seinnipart föstudagsins 29. október, buðu landverðir á Höfn upp á hræðslugöngu í Óslandi. Alls mættu 27 hugrakkir þátttakendur til leiks og fengu að upplifa frásagnir fyrri tíma á sama tíma og rökkrið skall á, vindurinn blés og regnið féll.
Markmið ferðarinnar var að fagna myrkrinu og upplifa frásagnir fyrri tíma og bera þær saman við nútímann. Titillinn á...
Leikfélag Hornafjarðar
Vetrarstarfið hjá leikfélagi Hornafjarðar er komið á fullt og hefur ný stjórn verið kosin.
Í stjórn þessa leikárs eru: Ragnheiður Rafnsdóttir formaður og Ingólfur Baldvinsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Róslín Alma Valdemarsdóttir, Emil Morávek, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Birna Jódís Magnúsdóttir og Tómas Nói Hauksson.
Í samstarfi við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Silfurtúnglið eftir Halldór...
Fermingarbörn safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku
Börn í fermingarfræðslu Bjarnanessprestakalls munu á þriðjudaginn ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefnum í Afríku. Söfnunin hefur verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar og munu börnin fá fræðslu í hvað peningarnir fara áður en þau halda út með baukana. Með því að virkja börnin með söfnuninni fá þau fræðslu um þá neyð sem ríkir í heiminum...