Tilraun æðarrækt, sjálfbært samlífi
Föstudaginn 16. september klukkan fjögur verður opnuð sýningin Tilraun Æðarrækt sjálfbært samlífi í Svavarssafni. Sýningin er afar viðamikil en hún er afrakstur samstarfs tuttugu og sjö listamanna- og hönnuða, auk æðaræktenda.
Löng og mikil hefð er fyrir æðarrækt á Íslandi og hvergi meiri útflutningur á æðardún. Þegar víkingar settust að á Íslandi tóku þeir með sér þessa hefð...
Birkiskógurinn á Skeiðarársandi
Þeir sem fara reglulega um Skeiðarársand hafa líklegast tekið þar eftir töluverðum breytingum. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú nær samfellda breiðu um miðbik sandsins. Frá 2009 hefur verið farið með nemendahópa á sandinn til að fylgjast með framvindu gróðursins og framkvæma ýmsar mælingar en FAS vaktar þar fimm gróðurreiti. Það eru staðnemendur í áfanganum „Inngangur...
Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
Hirðingjarnir styrkja Björgunarfélagið
Þann 9. ágúst síðastliðinn fékk Björgunarfélag Hornafjarðar heldur betur rausnalegt framlag frá Hirðingjunum Nytjamarkaði á Hornafirði að upphæð 1.000.000 kr.
Sú upphæð er eyrnamerkt tækjakaupum og mun það nýtast vel.
Björgunarfélag Hornafjarðar þakkar þeim kærlega fyrir þennan styrk.
Römpum upp Ísland á Höfn
Þann 9. júní samþykkti bæjarráð að veita verkefninu Römpum upp Ísland 400.000 kr styrk, en verkefnið er átaksverkefni sem felst í að setja rampa fyrir hjólastóla á 1.000 staði á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins....