Austfjarðartröllið
Kraftakeppnin Austfjarðartröllið var haldin vítt og breitt um austfirði helgina 24. til 26. ágúst. Að þessu sinni hófst hún á Höfn í Hornafirði og fór keppnin fram á bryggjunni. Um er að ræða aflraunakeppni þar sem sterkustu menn landsins berjast um samnefndan titil. Keppninni lauk á Breiðdalsvík þann
26. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi:
sæti Ari Gunnarsson
sæti Sigfús Fossdal
sæti Eyþór Ingólfsson...
Sunddeild Sindra
Síðastliðna helgi 26. nóvember fórum við á Bikarmót UIA á Djúpavogi.
Þar voru saman komin auk Sindra, Austri, Neisti og 1 keppandi frá Þrótti. Sindri var með 11 börn.
Allir keppendur frá Sindra unnu til verðlauna og sumir fleiri en ein.
Þjálfarinn okkar er Viktoria Ósk og kemur frá Breiðablik, reynd sundkona og þjálfari. Einnig þjálfar hún garpa- og dömuhóp.
Framhaldið hjá okkur...
Unglingalandsmót UMFÍ
Það fór sennilega framhjá fæstum að Unglingalandsmót UMFÍ fór fram hér á Höfn um verslunarmannahelgina. Um það bil þúsund keppendur tóku þátt og má reikna með að um 4-5 þúsund manns hafi verið í bænum vegna mótsins. Keppt var í hinum ýmsu greinum og alls voru 21 grein í boði. Metþátttaka var í greinum á borð...
Glacier Trips styrkir yngri flokka Sindra
Á undanförnum vikum hefur haust starf yngri flokka Sindra í knattspyrnu verið að fara af stað. Yfir 100 iðkendur æfa knattspyrnu hjá deildinni allt frá tvisvar til fjórum sinnum í viku í Bárunni. Það er því mikilvægt að endurnýja bolta og búnað reglulega til að hægt sé að bjóða þjálfurum og iðkendum upp á bestu aðstöðu til æfinga. Mánudaginn...
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna er á blússandi siglingu þessa dagana og eru þær í 2. sæti 1. deildar kvenna eftir að hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni með markatölunni 9-2. Chestley Strother, Phoenetia Browne, og Shameeka Fishely hafa skorað þrjú mörk hver fyrir Sindra og hin bráðefnilega Salvör Dalla Hjaltadóttir hefur skorað eitt mark. Strákarnir okkar bíða enn eftir...