Sunddeild Sindra

0
1771

Síðastliðna helgi 26. nóvember fórum við á Bikarmót UIA á Djúpavogi.
Þar voru saman komin auk Sindra, Austri, Neisti og 1 keppandi frá Þrótti. Sindri var með 11 börn.
Allir keppendur frá Sindra unnu til verðlauna og sumir fleiri en ein.
Þjálfarinn okkar er Viktoria Ósk og kemur frá Breiðablik, reynd sundkona og þjálfari. Einnig þjálfar hún garpa- og dömuhóp.
Framhaldið hjá okkur er:

  • Reykjavíkurferð 16.-19. febrúar æfingarbúðir.
  • Hennýjarmótið á Eskifirði 3. mars.
  • Páskaeggjamótið í sundlauginni okkar.
  • Og stefnan er tekin á æfingarbúðir á Spáni í vor með flotta hópinn okkar.

Viljum við þakka góðar móttökur þegar sundbörnin koma til að safna dósum. Næst komum við laugardaginn 9. des. Á nýju ári komum 13. janúar, 10. febrúar, 17. mars, 14. apríl og
12. maí eða með fyrirvara um veður.
Sunddeild Sindra