Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild
Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn...
Körfuboltinn í gang á ný
Haustið er komið og það þýðir að körfuboltinn er að byrja nýtt tímabil! Spennandi tímar framundan þar sem meistaraflokkur karla unnu sig upp um deild á síðustu leiktíð og halda nú í 2. deild með há markmið um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Nánar tilteki: sigrar og upp um enn aðra deild! Ásamt því að...
Fréttir úr Sporthöllinni
SS Sport hefur samið við nýja eigendur að Álaugarvegi 7 um áframhaldandi leigu til 1. júní 2018. Miklar breytingar hafa orðið á rekstrinum á Sporthöllinni og er Kolbrún Björnsdóttir orðinn eigandi að SS Sport og sér um reksturinn, ásamt því að vera með hópþjálfun. Sandra Sigmundsdóttir kírópraktor heldur áfram með sína starfsemi í Sporthöllinni og er hægt að panta...
Íslandsmót í Hornafjarðarmanna
Þórhildur Kristinsdóttir er nýkrýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna en keppnin var haldin í 20. skipti þann 18. apríl. Í úrslitum glímdi hún við Rúnar Þór Gunnarsson og Hróðmar Magnússon fv. Íslandsmeistara.
Þórhildur spilaði í úrslitum árið 2008, var þá 12 ára efnilegur spilari.
Þessir þrír stórspilarar tengjast inn í öflugar hornfirskar spilaættir. Þinganes, Snjólfar og Vallarnes. Hornafjarðarmanni er samt sem áður meira...
Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn 2018
Um verslunarmannahelgina var 21. Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn þar sem tæplega 1300 börn allsstaðar að af landinu voru skráð til keppni. Alls fóru 16 keppendur frá USÚ og kepptu þau í hinum ýmsu greinum. Þau stóðu sig öll með mikilli prýði og lentu mörg á palli eða voru ofarlega í sínum greinum. Okkur þótti sérstaklega ánægjulegt að brottfluttir...