Fréttir úr Sporthöllinni

0
1980

SS Sport hefur samið við nýja eigendur að Álaugarvegi 7 um áframhaldandi leigu til 1. júní 2018. Miklar breytingar hafa orðið á rekstrinum á Sporthöllinni og er Kolbrún Björnsdóttir orðinn eigandi að SS Sport og sér um reksturinn, ásamt því að vera með hópþjálfun. Sandra Sigmundsdóttir kírópraktor heldur áfram með sína starfsemi í Sporthöllinni og er hægt að panta tíma hjá henni í síma 868-3044. Sveinbjörg Jónsdóttir nuddari heldur líka áfram að nudda í Sporthöllinni og er hægt að panta tíma hjá henni í síma 869-2364.
Því miður verður enginn starfsmaður í afgreiðslunni, en það verður alltaf hægt að ná í Kollu í síma 868-7303 eða senda email á kolla@sporthollin.is.

Tímarnir sem fylgja líkamsræktarkortum í stöðina eru eftirfarandi:
Metabolic 4x í viku (mán- og miðvikudaga kl. 17:30 – 18:20, þri- og fimmtudaga kl. 06:20 – 07:10) og Frúarleikfimi 2x í viku (þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:10 – 10:00).
Hópþjálfunin fer fram á mismunandi tímum og þarf að borga sér í það en kort í stöðina er innifalið.

Sport20170926_103813

Bærinn er nú þegar búinn að fjárfesta í nýjum lóðum, dýnum, stöngum, lóðaplötum, hallandi bekk og nýju hjóli.
Opnunartíminn í Sporthöllinni er svipaður og hefur verið undanfarin ár:
Mánudag-fimmtudaga frá kl. 06:00 – 20:00,
föstudaga frá kl. 06:00 – 19:00 og
laugardaga frá kl. 10:00 – 13:00.
Hlakka til að sjá ykkur sem flest.

kveðja úr Sporthöllinni