Ráðning á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu
Gengið hefur verið frá ráðningu á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög...
SJÓN með þjónustu á Höfn
Markús Stephan Klinger er sjóntækjameistari frá Austurríki en hann stofnaði Sjón gleraugnaverslun árið 1999 og hefur verslunin stækkað jafnt og þétt allt síðan hún opnaði. Sjón verður á Höfn í Hornafirði daganna 22.-23. apríl í Slysavarnarhúsinu og á Reyðarfirði dagana 25.-28. apríl í húsi Hárbankans, Búðareyri 3. Hægt er að koma í sjónmælingu og skoða allskonar frábær...
Heildstæð námskrá í ferðaþjónustu
Í janúar á síðasta ári fékk FAS það verkefni að móta og skrifa heildstæða námskrá í ferðaþjónustu. Þetta verkefni var unnið náið með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Um er að ræða nám með námslokum á öðru þrepi, þriðja þrepi og stúdentsprófi. Í hverjum námslokum er sameiginlegur kjarni og sérhæfing. Sérhæfingarnar á öðru þrepi eru móttaka, veitingar...
Með saltan sjó í æðum
Á Hornafirði hefur sjávarúrvegur verið burðarás í atvinnusögu staðarins. Hann þarf vart að ræða eða rita, svo samofinn er hann lífinu. Allt í kringum landið er atvinnugreinin víða í blóma, og tel ég að við Hornfirðingar getum státað af dugandi mönnum og konum í greininni. Mér finnst því fréttnæmt, jákvætt og skemmtilegt að velta hlutunum...
Matarvagninn Sweet & Savory opnaður
Síðastliðinn mánudag var opnaður nýr matarvagn á Höfn, Sweet & Savory og er boðið upp á Crepes. Það er ungt par frá Tékkóslóvakíu sem rekur vagninn, þau Ladislav og Martina. Þau komu fyrir nokkrum árum til Íslands og bjuggu í Suðursveit til að byrja með en hafa búið núna á Höfn í næstum tvö ár. Þau kunna...