FERÐAÞJÓNUSTA Í ÖRUM VEXTI – HVERNIG GETUM VIÐ HAFT ÁHRIF Á ÞRÓUN FERÐAÞJÓNUSTU Í HEIMABYGGÐ OG HVERT VILJUM VIÐ STEFNA ?
Í tilefni af aðalfundi FASK, sem haldinn verður í dag fimmtudag 27. Apríl að Smyrlabjörgum kl 17:00, er gott að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig málefni ferðaþjónustunnar getur haft áhrif á samfélagsþróun í Austur - Skaftafellssýslu. Árið 2023 er gert ráð fyrir að ferðamenn verði rúmlega 2 milljónir en þeir verði jafnvel tvöfalt...
Ráðning á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu
Gengið hefur verið frá ráðningu á framkvæmdastjóra og rannsókna- og þróunarstjóra Orkídeu. Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýsköpunarverkefnisins Orkídeu. „Ég tel að aukin áhersla á nýsköpun á Suðurlandi tali beint inn í þá landkosti og mannauð sem svæðið býður upp á. Áhugi samfélagsins á nýtingu grænnar orku til matvælaframleiðslu hefur aukist mikið sem er mjög...
Samtök þekkingarsetra (SÞS) stofnuð
Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að.
Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu...
Horfum til framtíðar
Kæri ferðaþjónustuaðili í Sveitarfélaginu Hornafirði
Nú þegar óvissan er mikil fyrir rekstraraðila í ferðaþjónustu langar stjórn Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu (FASK) að boða til vinnufundar í byrjun október. Vinnufundinum er ætlað að skila hugmyndum og tillögum að úrræðum/lausnum fyrir ferðaþjónustuaðila. Hvað getum við gert sjálf sem atvinnugrein? Geta opinberir aðilar gert eitthvað til að aðstoða fyrirtæki...
Fræðsluferð umhverfis Hornafjarðar til Kaupmannahafnar
Unga kynslóðin, sú miðaldra og kynslóðin sem er hokin af reynslu og hefur reynt tímana tvenna lagði af stað í langferð til Danmerkur í fræðsluferð í nóvember síðastliðnum. Samsetning hópsins var engin tilviljun. Hópurinn átti að endurspegla breiðan hóp íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði svo að reynsla ferðarinnar myndi skila sér sem víðast eftir að heim væri komið....