Samkomulag um barnvænt sveitarfélag
Það var stór stund í Svavarssafni föstudaginn 19. júní þegar félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason, Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi skrifuðu undir samkomulag um samstarf við framkvæmd verkefnisins barnvæn sveitarfélög. Verkefnið felst í því að sveitarfélagið innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna samkvæmt hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga sem UNICEF hefur þróað. Verkefnið er stutt með...
Undankeppni hönnunarkeppni Samfés
Þann 17. janúar síðastliðinn hélt Þrykkjan Félagsmiðstöðin á Höfn undankeppni í Nýheimum í Stíll Hönnunarkeppni Samfés, þemað í ár er 90‘s.
Liðið sem vinnur flottustu hönnunina fer í
1. sæti og fær að fara fyrir hönd Þrykkjunnar til Reykjavíkur að keppa 2.febrúar en einnig fær liðið í öðru sæti að fara til Reykjavíkur að keppa þar líka í Stíll Hönnunarkeppni Samfés...
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan föstudaginn 5. júlí á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Svæðið er einstakt á heimsvísu...
Hvenær skal sækja um byggingaleyfi?
Sækja þarf um byggingaleyfi áður en byrjað að grafa grunn að mannvirki, breyta því, rífa eða flytja það, breyta burðakerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi.
Byggingafulltrúi sveitarfélagsins sér um að annast útgáfu byggingaleyfa fyrir mannvirki sem staðsett eru í
Sveitarfélaginu Hornafirði.
Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerðar nr. 112/2012 þarf að byrja á að hafa...
Gefum börnum tækifæri til að stuðla að góðri heilsu
Öll börn þurfa nægan svefn, næringarríkt mataræði og reglulega hreyfingu. Þetta er ekki flókin uppskrift en í amstri hversdagsleikans getur þetta reynst börnum og fjölskyldum þeirra erfitt. Svefn er eitt af því mikilvægasta sem ég ræði við börn og foreldra sem leita til mín á HSU vegna ýmissa vandamála. Mér finnst allt of lítil virðing borin fyrir...