Veðurfar 2007-2017

0
422

Meðfylgjandi eru tvær myndir og tafla sem sýna grófa samantekt á völdum veðurþáttum fyrir veðurstöð Veðurstofu Íslands, númer 705 á Höfn í Hornafirði. Samantektin er unnin upp úr gögnum um mánaðarmeðaltöl, sem aðgengileg eru almenningi á vef Veðurstofu Íslands (e.d.).

Meðalhiti mánaða á tímabilinu 2007-2017 ásamt hæsta og lægsta mælda gildi.
Meðal heildarúrkoma mánaða á tímabilinu 2007-2017 ásamt mestu mældu sólarhringsúrkomu.

Rétt er að benda á að hér er um mjög grófa samantekt að ræða. Þar sem hrá meðaltöl fyrir tímabilið 2007 til 2017 eru sett fram án frekari tölfræðigreiningar eða samanburðar og birt á þessum vettvangi til gamans fyrir áhugasama.

Mánaðargildi valinna veðurþátta á tímabilinu 2007-2017.

Niðurstöðurnar gefa þó ágæta hugmynd um hegðun tiltekinna veðurfarsþátta á svæðinu. Sem geta mögulega nýst þeim sem til dæmis eru að velta fyrir sér hvenær best er, að vera búinn að tengja garðúðarann fyrir sumarið, eða vantar umræðuefni í kaffitímanum.

Sigurður Ragnarsson

Heimild: Veðurstofa Íslands. (e.d.). Tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar. Sótt 22. janúar 2022 af https://vedur.is/vedur/vedurfar/medaltalstoflur/