„Enn hefur líf mitt lengst um heilan dag“
Íslenskur málsháttur hermir okkur að allt sé fertugum fært og sannarlega hefur fertugt fólk safnað sér þroska og reynslu sem léttir þeim lífsglímuna allajafna. Með betri lífskjörum og lækningum en áður þekktist, lifa menn við meiri andlegan og líkamlegan þrótt. Það er spurning fyrir kór eldriborgara að endurskoða textann í gömlu húsgangsvísunni, sem kórinn syngur um æfiskeið...
Aðalskipulag og framtíðarsýnin
Vegna greinar Ara Jónssonar sem birtist í Eystrahorni þann 24. nóvember 2022. Við viljum þakka Ara kærlega fyrir góða grein og góðar ábendingar. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsnefndar mega vera ítarlegri og við munum taka þær ábendingar til okkar og halda áfram þeirri vinnu að gera fundargerðir sveitarfélagsins skýrari. Okkur varð það ljóst í kosningabaráttunni að núverandi...
Eva Bjarnadóttir og Hanna Dís í safnaeign
Laugardaginn 10. júní verður móttaka haldin á Svavarssafni til að taka við verkum í safnið eftir Hönnu Dís Whitehead og Evu Bjarnadóttur. Eva og Hanna Dís eru búsettar og starfandi í sveitarfélaginu en þær eru báðar með ólíkan og einkennandi stíl. Á síðasta ári ákvað atvinnu- og menningarmálanefnd Hornafjarðar að kaupa verk eftir Hönnu og Evu í...
Þorvaldur þusar 9.nóvember
Skipulagsmál Hluti 1.
Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til...
Náttúrulögmálin: Upplestrarferðin
Í tilefni útgáfu skáldsögunnar Náttúrulögmálin, sem kom út hjá Máli og menningu þann 19. október síðastliðinn, ætlar höfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl að haga sér einsog sveitaballapopparinn sem hann hefur alltaf dreymt um að vera og rúnta eftir öllum fjörðum, dölum, eyrum og annesjum með skemmtidagskrá og skottið fullt af bókum. Hann verður á Höfn í Hornafirði ásamt...