UNGMENNARÁÐ HORNAFJARÐAR
Í Sveitarfélaginu Hornafirði er starfandi ungmennaráð sem fundar einu sinni í mánuði í fundarsal ráðhúss. Auk þess eru reglulega vinnufundir hjá ráðinu. Ungmennaráð er fyrir ungt fólk á aldrinum 13 - 24 ára og er það sett saman af 10 fulltrúum á eftirfarandi hátt.Þrír fulltrúar frá grunnskólanum, þrír frá framhaldskólanum, einn frá UMF Sindra, einn frá Þrykkjunni...
Sumarfrí – við mælum með Íslandi!
Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt og líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið og fara í útilegur með fjölskylduna. Notalegt er að grilla á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.
Íslendingar eru líka duglegir að ferðast erlendis en þá...
Hirðingjarnir okkar, samkennd og samhjálp.
Mig langaði að koma á framfæri þökkum til Hirðingjanna frá okkur á Skjólgarði og heilbrigðisstofnuninni en Hirðingjarnir eru ávallt vakandi fyrir því hvað getur aukið vellíðan íbúa og starfsfólks á Skjólgarði og heilsugæslunni. Mig langar líka að minnast á hversu mikilvæg svona starfsemi eins og Hirðingjarnir eru, en auk þeirra eru nokkur önnur líknarfélög í samfélaginu sem...
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga undirrita nýjan samning um Sóknaráætlun Suðurlands til ársins 2024
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu nýverið nýja sóknaráætlunarsamninga við hátíðlega athöfn í ráðherrabústaðnum. Eva Björk Harðardóttir formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) undirritaði samninginn fyrir hönd samtakanna. Grunnframlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og framlagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Heildargrunnframlag ríkis og...
Umhverfismál hjá Sveitarfélaginu Hornafirði
Þessi málaflokkur hefur verið í brennidepli allt síðasta ár. Sveitarfélagið fór í ákveðna vegferð sumarið 2017 með útboði á sorphirðu. Markmið útboðsins var að bæta þjónustu við íbúa með það að markmiði að draga úr urðun á sorpi og lækka kostnað. Tilboði var tekið hjá Íslenska Gámafélaginu (ÍG) sem bauð lægst og farin var sú leið að...