Málefni ferðaþjónustuaðila
Nýverið stóðu Ríki Vatnajökuls ehf. og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu fyrir tveimur fundum um málefni ferðaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Ríki Vatnajökuls ehf. er fyrirtæki í sameiginlegri eigu ferðaþjónustufyrirtæka á Suðausturlandi en hefur notið góðs stuðnings Sveitarfélagsins Hornafjarðar til markaðssetningar og vöruþróunar í ferðaþjónustu. Ferðamálafélagið hafði um árabil, áður en Ríki Vatnajökuls var stofnað 2007, verið helsti vettvangur ferðaþjónustuaðila til að fjalla um...
Ólafsvík, Hornafjörður og hörmulegt sjóslys
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson var nýlega á ferðalagi um Snæfellsnes ásamt konu sinni Jónínu Láru Einarsdóttur og syni Bjartmari Orra Arnarsyni. Komu þau m.a. við í Ólafsvík. Gamla pakkhúsinu á staðnum var reist árið 1844 og í því er merkilegt byggðasafn. Þar var litið inn. Þegar Sr. Guðmundur Örn kastar kveðju á ungu konuna, sem...
Útskrift frá FAS
Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson,...
Sumaráhrifin og lestur
Sumarleyfi grunnskólabarna er handan við hornið og mörg þeirra farin að líta hýru auga til þess að þurfa ekki að vakna snemma, taka sig til fyrir skólann og læra heima. Íslensk grunnskólabörn eru að jafnaði í 10-11 vikna sumarfríi þar sem þau eru laus undan stundatöflu og skólabjöllu. Þetta langa frí er eflaust mörgum kærkomið en það er hins...
Þrítugsafmæli Kiwanisklúbbsins Óss – saga hans í nútíð og fortíð
Þann 12. september fagnar Kiwanisklúbburinn Ós 30 ára afmæli sínu en hann var stofnaður 1987 og vígður 4. maí 1988. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Árið 1975 var haldið 5. Umdæmisþing Kiwanis hér á Höfn í Hornafirði og reynt í framhaldi af...