Hvað er að frétta af Menningarmiðstöð Hornafjarðar?
Er eitthvað af frétta af Menningarmiðstöðinni? Þetta er spurning sem við fáum oft en fátt er um svör. Ef undanskilið er Listasafn Svavars Guðnasonar berast litlar fréttir af starfseminni þar.
En nú eru komnar fréttir sem við teljum að íbúar Hornafjarðar eigi rétt á að vita. Búið er að þvinga Auði Mikaelsdóttur, safnvörð í Svavarssafni, til uppsagnar...
Bjartar vonir og vonbrigði
“Guð gefi að ef þetta skip skyldi nú stranda, að það strandi hér„
Haft er fyrir satt að þetta hafi dottið hugsunarlaust upp úr konu nokkurri sem bjó í Öræfasveit á síðustu öld. Var hún þá að horfa á skip sigla skammt undan ströndinni. Oft rættist þessi spá því að ströndin við Suðausturlandið...
75 ára gömul jólasaga
Við erum stödd vestur á Snæfellsnesi, í litlum afskekktum bæ sem heitir Laxárbakki, árið er 1943, stríð er enn suður í Evrópu en friður ríkir á Laxárbakka. Það er Þorláksmessa og allt er hvítt af snjó. Litli bærinn hefur allur verið þrifinn og tekið til utangarðs eftir því sem tök hafa verið á, það á allt að...
Breytingar í sorpmálum
Sveitarfélagið Hornafjörður samdi eftir útboðsferli við Íslenska Gámafélagið um sorphirðu, rekstur endurvinnslustöðvar og urðunarstaðar í sveitarfélaginu. Áhersla verður lögð á enn betri flokkun og endurvinnslu í samræmi við stefnu bæjarstjórnar og umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Samningurinn tók gildi þann 1. ágúst s.l.
Framundan eru nokkrar breytingar á sorpmálum sveitarfélagsins. Þjónusta við íbúa verður aukin með frekari flokkun en þann 1. október verður hólf fyrir...
Sýning í Nýheimum
Síðastliðið haust var samsýningin „Frá mótun til muna“ sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, en að henni standa níu leirlistarmenn víðsvegar að af landinu. Hópurinn ákvað í kjölfarið að miðla þessari áhugaverðu þekkingu um fjölbreytileika þessarar listgreinar til almennings og gera sýninguna að farandsýningu. Fyrsti áfangastaðurinn í þeirri ferð er hér á Höfn í samstarfi við Menningarmiðstöðina og...