Matjurtagarðar á Höfn
Á tímum þar sem heimsfaraldur geisar er ekki hjá því komist að leiða hugann að sjálfbærni og hvernig fólk getur ræktað sitt eigið grænmeti. Að rækta matvæli í þéttbýli er ekki nýtt fyrirbæri, hægt er að sjá dæmi um slíkt um allan heim. Hér á Íslandi höfum við til dæmis langa hefð fyrir skólagörðum, þar sem...
Fjárfest í innviðum og þjónustu við íbúa
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar var lögð fyrir bæjarstjórn til síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember. Fjárhagsáætlun næsta árs einkennist af forgangsröðun fjármuna til innviðauppbyggingar og þjónustu við íbúa. Gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða næsta árs hjá samstæðu verði jákvæð sem nemur 238 milljónum króna.
Rétt forgangsröðun
...
Hirðingjarnir okkar, samkennd og samhjálp.
Mig langaði að koma á framfæri þökkum til Hirðingjanna frá okkur á Skjólgarði og heilbrigðisstofnuninni en Hirðingjarnir eru ávallt vakandi fyrir því hvað getur aukið vellíðan íbúa og starfsfólks á Skjólgarði og heilsugæslunni. Mig langar líka að minnast á hversu mikilvæg svona starfsemi eins og Hirðingjarnir eru, en auk þeirra eru nokkur önnur líknarfélög í samfélaginu sem...
Strandhreinsun á Suðurfjörum miðar vel
Í liðinni viku var dagur íslenskrar náttúru (16. september) og alþjóðlegi hreinsunardagurinn .(21. september) og að auki stendur nú plastlaus september sem hæst. Í tilefni þess stóðu Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu fyrir hreinsun á Suðurfjörum síðastliðin sunnudag. Veðurspáin var ekki hagstæð fyrir helgina en það rættist heldur úr henni og fengu þáttakendur hlýjan og mildan dag, en þó með...
Áður Sindravellir, nú Jökulfellsvöllurinn
Knattspyrnudeild Sindra og Jökulfell ehf., í eigu Óskars Hauks Gíslasonar frá Svínafelli í Nesjum, hafa nú samið um kaup þess síðarnefnda á nafni Sindravalla sem nú verður Jökulfellsvöllurinn. Sindravellir hafa aldrei skipt um nafn áður og mun þetta þess vegna vera tímamótasamningur í sögu vallarins. Þessi samningur er til 3ja ára og Knattspyrnudeildin...