Kæru Hornfirðingar og félagar
Á bæjarstjórnarfundi Sveitarfélagsins Hornafjarðar, fimmtudaginn 10. janúar 2019 fór ég fram á lausn undan störfum mínum sem bæjarfulltrúi.
Árið 2018 er eftirminnilegt fyrir mig. Ég vann að fyrirtækinu mínu Urta Islandica í gömlu sundlauginni og eignaðist mitt fyrsta barn snemma á árinu. Ég ákvað svo að ganga til liðs við metnaðarfulla félaga Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftafellssýslu og bauð mig fram í sveitarstjórnarkosningum...
Matjurtagarðar á Höfn
Á tímum þar sem heimsfaraldur geisar er ekki hjá því komist að leiða hugann að sjálfbærni og hvernig fólk getur ræktað sitt eigið grænmeti. Að rækta matvæli í þéttbýli er ekki nýtt fyrirbæri, hægt er að sjá dæmi um slíkt um allan heim. Hér á Íslandi höfum við til dæmis langa hefð fyrir skólagörðum, þar sem...
Fyrirlestur fyrir ungmenni í vinnskólanum
Mánudaginn 29. júní s.l. kom hingað á Höfn fyrirlesari sem heitir Beggi Ólafs. Hann kom hingað í boði USÚ til að halda fyrirlestur/námskeið fyrir ungmenni í vinnuskólanum á Höfn. Það eru ekki allir sem vita hver Beggi Ólafs er en hér eru smá upplýsingar af síðu hans hver hann er:
Jóhanna Íris fyrir...
Hornfirðingar í hátíðarskapi
Nú er allt að smella saman vegna Humarhátíðar 2019 sem haldin verður hátíðleg 28. - 30. júní. Fjölmargir hafa sett sig í samband við Humarhátíðarnefndina og boðið fram krafta sína í fjölbreyttu formi, einnig hefur nefndin haft samband við marga og alltaf fengið jákvætt og gott viðmót. Við treystum á að Hornfirðingar leggi okkur lið þegar kemur að því...
Lífræna tunnan er ekki ruslatunna
Í lífrænu tunnuna á EINUNGIS að fara matarleifar, bréfþurrkur, tannstönglar, eggjabakkar, te og kaffipokar og afskorin blóm. Almennt standa íbúar sig vel í flokkuninni en undanfarið hefur borið á miklu magni af óæskilegum aukahlutum í lífrænu tunnuna í sveitarfélaginu. Hlutir á borð við plastumbúðir og raftæki sem eiga auðvitað alls ekki heima í lífrænu tunnunni hafa...