Syngjandi konur í kirkjum
Eins og Hornfirðingar eflaust vita átti Kvennakór Hornafjarðar 20 ára afmæli á síðasta söngári. Vorum við kórkonur duglegar að halda upp á afmælið og héldum m.a. vortónleika á Hafinu (þar var met aðsókn og þurfti að kippa inn sólhúsgögnum og öðru lauslegu úr nærliggjandi görðum svo fólk gæti setið og dugði ekki til), við fórum í söngferð til Vopnafjarðar...
Matjurtagarðar á Höfn
Á tímum þar sem heimsfaraldur geisar er ekki hjá því komist að leiða hugann að sjálfbærni og hvernig fólk getur ræktað sitt eigið grænmeti. Að rækta matvæli í þéttbýli er ekki nýtt fyrirbæri, hægt er að sjá dæmi um slíkt um allan heim. Hér á Íslandi höfum við til dæmis langa hefð fyrir skólagörðum, þar sem...
Hornfirðingar í hátíðarskapi
Nú er allt að smella saman vegna Humarhátíðar 2019 sem haldin verður hátíðleg 28. - 30. júní. Fjölmargir hafa sett sig í samband við Humarhátíðarnefndina og boðið fram krafta sína í fjölbreyttu formi, einnig hefur nefndin haft samband við marga og alltaf fengið jákvætt og gott viðmót. Við treystum á að Hornfirðingar leggi okkur lið þegar kemur að því...
Lífræna tunnan er ekki ruslatunna
Í lífrænu tunnuna á EINUNGIS að fara matarleifar, bréfþurrkur, tannstönglar, eggjabakkar, te og kaffipokar og afskorin blóm. Almennt standa íbúar sig vel í flokkuninni en undanfarið hefur borið á miklu magni af óæskilegum aukahlutum í lífrænu tunnuna í sveitarfélaginu. Hlutir á borð við plastumbúðir og raftæki sem eiga auðvitað alls ekki heima í lífrænu tunnunni hafa...
50 ára afmæli þjóðgarðs í Skaftafelli
Laugardaginn 24. nóvember kl. 13-15 verður dagskrá í Skaftafelli til að fagna 50 ára afmæli þjóðgarðs en reglugerð um stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli tók gildi árið 1968.
Í tilefni dagins koma góðir gestir í heimsókn og á mælendaskrá eru:
Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði.
Anna María Ragnarsdóttir, sem ólst upp í Skaftafelli, dóttir Ragnars Stefánssonar og Laufeyjar Lárusdóttur sem ásamt Jóni Stefánssyni...