50 ára afmæli þjóðgarðs í Skaftafelli
Laugardaginn 24. nóvember kl. 13-15 verður dagskrá í Skaftafelli til að fagna 50 ára afmæli þjóðgarðs en reglugerð um stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli tók gildi árið 1968.
Í tilefni dagins koma góðir gestir í heimsókn og á mælendaskrá eru:
Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði.
Anna María Ragnarsdóttir, sem ólst upp í Skaftafelli, dóttir Ragnars Stefánssonar og Laufeyjar Lárusdóttur sem ásamt Jóni Stefánssyni...
Endurskoðun afsláttar á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega
Við upphafsálagningu fasteignagjalda í febrúar síðastliðnum var afsláttur á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega reiknaður til bráðabirgða miðað við tekjuárið 2016. Þegar staðfest afrit af skattframtali vegna tekna ársins 2017 liggur fyrir í júní nk. verður afslátturinn endurskoðaður og leiðréttur. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um endurskoðun á afslætti. Miðað er við allar skattskyldar tekjur samkvæmt skattframtali...
Forvarnardagurinn 2018
Nokkur orð um forvarnir og mikilvægi þeirra.
Í nútíma samfélagi þar sem hraðinn er orðinn meiri og tíminn lítill er mjög mikilvægt að efla vitund fólks og vitneskju um gæði þess að stunda heilbrigða lífshætti. Heilsuefling þarf að vera byggð á því að sem flestir taki þátt bæði heilbrigðiskerfið en einnig aðrir sem standa utan hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Forvarnir miða að...
Ströndin á Horni 1873
Gísli Sverrir Árnason
Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn í Nesjum og víðar við Suðausturströndina í miklu óveðri. Heimilisfólk á Horni hlúði að þeim skipsbrotsmönnum sem komust lifandi í land og voru bændurnir tveir síðar heiðraðir af frönskum stjórnvöldum fyrir björgunarafrekið. Fjöldi Nesjamanna vann...
Umhverfis Suðurland
Umhverfis Suðurland hvetur sunnlensk fyrirtæki til þess að taka þátt í Alheimshreinsunardeginum.
Þann 15. september verður haldinn í fyrsta skipti Alheimshreinsunar-dagurinn sem leggur áherslu á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa sitt umhverfi, sjá nánar á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is/sidur/alheimshreinsun-thann-15-september-2018.
Í tilefni þessa dags hvetur verkefnið Umhverfis Suðurland, sunnlensk fyrirtæki / stofnanir og starfsmenn þeirra til þess...