Búsetufrelsi í velsældarsamfélagi allra
Ég veit ekki til þess
að nýr samfélagssáttmáli hafi verið gerður þar sem við sammæltumst um að leggja
niður byggð í landinu. En mér sýnist allt stefna í þá átt. Hægt og sígandi er
verið að drepa landsbyggðina og þetta kemur úr öllum áttum.
Við Píratar vitum hvernig landsbyggðinni getur lifað í velsæld. Fyrst þarf grunninnviði....
Brúargerð yfir Hornafjarðarfljót
Mikið vatn hefur runnið undir gömlu brúna yfir
Hornafjarðarfljót frá því fyrst var farið að tala um að það þyrfti að færa
þjóðveginn og endurnýja brúarkostinn sem uppfyllti kröfur tímans.
Það hefur gengið á ýmsu varðandi þær
framkvæmdir. Allir sem vettlingi hafa valdið hafa þvælst fyrir framkvæmdinni,
sem ef til vill þegar upp er staðið er ágætt því...
Hugleiðing í aðdraganda kosninga
Það hefur alltaf verið ljóst í mínum huga,
að samfélagið samanstendur af einstaklingum, en ef einstaklingarnir hugsa bara
um sjálfa sig þá er illt í efni. Píratahjartað slær hratt þessa dagana. Núna er
ástæða til að hafa hátt, vera með læti og heimta
lýðræði – ekkert kjaftæði. Það verða Alþingiskosningar 25.
september.
Það er gott að búa á Höfn...
Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi
Heilbrigðisumdæmi
Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá
innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er
með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu
bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.
Á
kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu
heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni, þar á meðal...
Styðjum lítil og meðalstór fyrirtæki
Lítil og meðalstór
fyrirtæki eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi og því er mikilvægt að
skapa sem bestar aðstæður fyrir þau til að vaxa og dafna. Í viðtali við
Ingibjörgu Björnsdóttur, lögfræðing hjá Samtökum atvinnulífsins og
verkefnastjóra Litla Íslands, sem birt var í maí 2020 kom fram að árið 2018
greiddu lítil og meðalstór fyrirtæki 69% af heildarlaunum í landinu. Það er því
ljóst...