Jólakveðja frá félagi eldri hornfirðinga
Kæru félagar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs viljum við þakka góðar stundir á árinu. Starfsemin hefur verið blómleg í ár t.d. þorrablót, farið í frábæra ferð á Mýrarnar í vor og nýlega var velheppnuð jólasamvera á “Heppu” hvar mættu 103 félagar. Við viljum líka þakka þeim sem komið hafa að starfinu...
Þorvaldur þusar 19.október
Áfengi og frjálshyggja
Einkaleyfi ríkisins til sölu áfengis hefur verið við líði svo lengi sem elstu karlar og kerlingar muna. Í byrjun voru sölustaðir fáir og dreifðir um landið. Þetta var sá tími sem kröfurnar bárust um landið. Þetta fyrirkomulag hafði þá kosti að hægt var að halda uppi flugsamgöngum til flestra flugvalla...
Flöskuskeyti á Suðurfjörum
Það kom margt í ljós í strandhreinsuninni laugardaginn 4. maí. Fyrir undirritaðar voru þó tvö flöskuskeyti sem fundust það markverðasta.
Fyrra flöskuskeytið fann Hildur Ósk og var það í glerflösku. Það var sent 1. janúar 2016 og var frá Helgu Kristeyju sem býr á Höfn. Það hefur því ekki farið langt en engu að síður mikilvægt að það fannst og...
Sindri Íslandsmeistarar í 2. deild
Það skalf allt og nötraði í íþróttahúsinu laugardaginn 14. apríl þegar meistaraflokkur karla í körfubolta háði úrslitaleik við sterkt lið KV frá Reykjavik. Troðfull stúka, trommur, tónlist, þriggja stiga körfur og troðslur var bara smjörþefurinn af því sem koma skal. Lokatölur 82-77, stórkostlegur sextándi sigur í röð og með því komnir upp í 1. deild á næsta leiktímabili. Stjórn...
Matarvagninn Sweet & Savory opnaður
Síðastliðinn mánudag var opnaður nýr matarvagn á Höfn, Sweet & Savory og er boðið upp á Crepes. Það er ungt par frá Tékkóslóvakíu sem rekur vagninn, þau Ladislav og Martina. Þau komu fyrir nokkrum árum til Íslands og bjuggu í Suðursveit til að byrja með en hafa búið núna á Höfn í næstum tvö ár. Þau kunna...