Málfríður malar, 8. júní

0
834

Mikið er lífið dásamlegt þessa dagana. Gott veður og sól dag eftir dag veldur því að það er hreinlega ekki hægt að vera neikvæður, í það minnsta kosti ekki fyrr en það fer að rigna. Njótum því að dást að iðandi mannlífinu hér á Höfn hvort sem það er ferðafólk eða heimafólk. Sveitarfélagið okkar er aldrei fallegra en þegar það iðar af lífi og sólargeislarnir sleikja upp deprimerandi myrku skúmaskotin sem fyrir vikið líta út eins og fegurstu demantar. Mikið fyllist hjarta mitt þá af stolti yfir heimabænum mínum, því oftast er það þannig að hverjum finnst sinn fugl fagur, en í þessum sólar tilvikum er hann fegurstur allra! Fyrst gleðipillurnar virka enn svona vel á mig þá langar mig að hrósa sorphirðunni hjá Matta. Hjá mér eru tunnurnar teknar alltaf lööngu áður en það á að tæma þær samkv. plani. Ég kvíði því smá þegar útboðið í sorphirðuna fer fram því ég er frekar stressuð yfir því að einhverjir svona utanbæjar náungar bjóði í og fái sorphirðuna. Við erum nú búin að brenna okkur á svoleiðis jólatrjám er það ekki? Sleppum bara þessu útboði og eflum frekar fyrirtækin í heimabyggð og setjum X við Matta! Ekkert ves, bara spes, prjónles.

Málfríður