Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 12. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 27 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...
Gamanleikur í Svavarssafni
Guðrún vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. Um það hverfist sagan í kolsvarta gamaneinleiknum Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Við höfum kannski öll einhvern tímann velt fyrir okkur hvernig væri að fylgjast með okkar eigin jarðarför en í þessu verki tekst Eyrún á við þær vangaveltur, kurteisi og meðvirkni, og...
Golfklúbbur Hornafjarðar Austurlandsmeistarar 2020
Sveitakeppni Austurlands í golfi fór fram á Grænanesvelli á Norðfirði helgina 25.-26. júlí en allir sex klúbbar Austurlands sendu sveit í keppnina. Dregið var í riðla á fimmtudeginum og lenti Golfklúbbur Hornafjarðar í riðli með Golfklúbbi Seyðisfjarðar og Golfklúbbi Byggðarholts. Eftir langan laugardag hafði GHH sigur í riðlinum og komst í úrslit á sunnudeginum á móti Golfklúbbi...
Verksmiðjan 2019
Í síðustu viku kom tónlistarmaðurinn Daði Freyr á Höfn ásamt myndatökumanni sjónvarps að taka upp innslög fyrir sjónvarpsþáttinn Verksmiðjan 2019. Í þættinum er ungt fólk hvatt til þess að hanna og fylgja eftir hugmyndum sínum í hönnunarkeppni. Þátturinn fjallar einnig um iðngreinar og nýsköpun. Í kjölfar þess að Fab Lab smiðjurnar á Íslandi urðu samstarfsaðilar RÚV í þessari þáttagerð,...
Golfklúbbur Hornafjarðar – Uppbygging og Íslandsmót
Mikill metnaður hefur verið innan Golfklúbbs Hornafjarðar (GHH) síðustu ár og hefur klúbburinn lagt mikla vinnu í að gera völlinn okkar Silfurnesvöll eins flottan og mögulegt er. Einnig hefur verið lagt mikið púður í barna- og unglingastarf sem félagið er mjög stolt af og ætlar sér að gera enn betur á næstu árum
Einn þáttur í því...