Forn býli í landslagi
Hver þekkir bæjarheitin Butra eða Hellar? Líklega kannast fáir þeirra sem yngri eru við þau en margir af eldri kynslóðum Austur-Skaftfellinga hafa heyrt þeirra getið. Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru mikil og merk ummerki um horfna byggð frá liðnum öldum. Ummerkin eru ýmsar tegundir jarðlægra minja, m.a. tóftir bæjarhúsa og annarra mannvirkja tengdum þeim. Þau eru vitnisburður um...
Jákvæð heilsa og verðmætamat
Eflaust er það einstaklingsbundið hvað hver og einn telur til verðmæta. Lengst af hafa samfélög mannanna verið drifin áfram af þeim hvata að allt þurfi að aukast, vaxa og margfaldast, þannig verði verðmætin til. Til að fylgjast með gangi mála við verðmætasköpunina mælum við t.d. verga landsframleiðslu og hagvöxt. Við mælum afköst, framleiðni og árangur og oftar...
Lesandi mánaðarins
Eystrahorni barst þessi stór skemmtilega mynd af labrador hundinum Nóa Svan þar sem hann virðist vera að lesa síðasta tölublað Eystrahorns.
Myndin með forsíðugrein blaðsins af krökkunum í barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar að leika sér í ánni við Þorgeirsstaðarfoss hefur örugglega heillað og kannski hefur Nói óskað sér að geta buslað með krökkunum í ánni. Ósagt skal látið hvort...
Grænt og vænt í matinn
Í rúm þrjú ár hef ég að mestu leyti neytt matar sem á uppruna sinn í plönturíkinu og var beðin um að skrifa hér pistil um mína reynslu. Á ensku er oft talað um “whole-food plant-based diet” en ég hef ekki fundið neitt nógu lipurt orðtak yfir það á okkar ylhýra. Í draumalífi myndi ég helst vilja...
Fórnarlömb
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er að mig langar að vekja umræðu í samfélaginu okkar um nokkuð sem ég hef lengi velt fyrir mér og hvort megi með samhentu átaki leysa þannig að allir verði ánægðir með útkomuna.Þetta snýr að lausagöngu búfjár og þá aðallega því sem heldur sig á og við þjóðveg 1...