Stuttmyndahátíð Fas
Á þessari önn höfum við, nemendur í sviðslistaáfanganum í Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu, verið að vinna við gerð tveggja stuttmynda, sem við ætlum að sýna í fyrirlestrasalnum í Nýheimum 7. maí. Ferlið hefur verið langt og skemmtilegt. Við skrifuðum handritin, tókum upp hjóð og mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Önnur myndin var tekin upp að...
Kiwanisklúbburinn Ós gefur leiktæki
Í síðustu viku afhentu Ósfélagar leiktæki til Leikskólans Sjónarhóls á Höfn en leikskólinn er auðkennisverkefni hjá Ós. Það er vert að nefna að fyrsta verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum á Höfn kastala en Ós á 35 ára afmæli á þessu ári og því fannst okkur við hæfi að hugsa til leikskólans. Maríanna Jónsdóttir leikskólastjóri tók...
Frábær Færeyjaferð
Út til eyja
Stundvíslega klukkan 10:30 miðvikudaginn 18. maí stigum við 43 eldri Hornfirðingar upp í rútu frá Vatnajökull Travel og hófum þar með ferð til að heimsækja frændur okkar í Færeyjum. Eftir smá stopp á Egilsstöðum var ekið yfir kuldalega Fjarðarheiði og niður á Seyðisfjörð þar sem hersingin steig um borð í...
Ríki Vatnajökuls: Í takt við tímann
Fríða Bryndís
Síðastliðið ár hefur verið krefjandi og lærdómsríkt ár fyrir ferðaþjónustuna þar sem heimsfaraldurinn COVID-19 hefur haft mikil áhrif á atvinnugreinina um heim allan, og hafa ferðaþjónustuaðilar í Ríki Vatnajökuls ekki verið undanþegnir þeim áhrifum. Þessar aðstæður og slæm fjármálastaða félagsins hefur krafist þess að Ríki Vatnajökuls hefur þurft...
Lokametrar PEAK verkefnisins
Í síðustu viku lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu New Hights for Youth Entrepreneurs – PEAK. Markmið verkefnisins er að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri...