Þjóðvegur í þéttbýli, er þörf á honum?
Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar stendur nú yfir og er áætlað að henni ljúki árið 2025. Á íbúafundi 12.10 síðast liðinn var áætlun um verkefnið kynnt og í framhaldinu óskað eftir hugmyndum frá fundargestum um æskilegar áherslur í endurskoðuðu skipulagi. Fundurinn var líflegur og margar athygliverðar hugmyndir komu fram sem munu eflaust gagnast því fagfólki sem vinnur...
Gengur þú með dulda sykursýki?
Alþjóðlegi Sykursýkisdagurinn er 14. nóvember ár hvert.
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Til eru tvær tegundir sykursýki.Tegund 1 stafar af því að frumurnar sem framleiða insúlín eyðileggjast.Tegund 2 er áunninn sykursýki.
Sykursýki er vaxandi vandi í heiminum. Talið er að hrundruð manna á Íslandi...
Eldar matinn í fermingarveisluna sjálfur
Kristjárn Reynir Ívarsson er ungur maður sem er margt til lista lagt. Hann er áhugaljósmyndari og tekur aðallega myndir af fuglum. Það gerir hann með afa sínum, vanalega fara þeir út í Ósland til þess að taka myndir af æðakollum og öndum. Hann náði mynd af hvítum skógarþresti á síðasta ári sem hann segir sjaldgæfasta fuglinn sem...
Samanburður á úrslitum skuggakosninga ungmenna og sveitarstjórnarkosninga
Skuggakosning fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Hornafirði, kosið var í öllum kjördeildum í sveitarfélaginu. Ungmennaráð sveitarfélagsins stóð fyrir kosningunni líkt og í síðustu forsetakosningum.
Ágæt kosningaþátttaka var meðal unga fólksins eða 53,42% og virðist sem þau kjósi frekar á kjörstað samhliða foreldrum sínum miðað við þátttöku í skuggakosningum framhaldskólanna sem haldnar voru í framhaldsskólum landsins en þar var meðaltals...
Menningarhátíð Hornafjarðar
Föstudaginn 10. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum. Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir voru afhent. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði.Sigurjón Andrésson bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hans að...