Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi
Hefur fjölskyldan farið saman í íshelli, séð bráðið rauðglóandi hraun eða borðað í gróðurhúsi?
Vetrarfrí grunnskólanna eru á næsta leiti og á Suðurlandi má finna fjölbreytta skemmtun og upplifun fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna meðan á vetrarfríum stendur, 15. – 25. feb og 28. feb...
Menningarverðlaun Suðurlands 2023
Menningarmiðstöð Hornafjarðar hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands árið 2023 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Vík 26. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Menningarmiðstöð Hornafjarðar hafi unnið glæsilegt starf í þágu menningar í Sveitarfélaginu Hornafirði og gefið einstaklega jákvæða mynd af Austur- Skaftafellssýslu, menningu og menningararfi sýslunnar. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun SASS...
Bjartar vonir og vonbrigði
“Guð gefi að ef þetta skip skyldi nú stranda, að það strandi hér„
Haft er fyrir satt að þetta hafi dottið hugsunarlaust upp úr konu nokkurri sem bjó í Öræfasveit á síðustu öld. Var hún þá að horfa á skip sigla skammt undan ströndinni. Oft rættist þessi spá því að ströndin við Suðausturlandið...
Nýir útgefendur að Eystrahorni
Fyrir um 8 árum var útgáfa Eystrahorns endurvakin af Alberti Eymundssyni eftir hvatningu og áskorun frá fjölmörgum íbúum Sveitarfélagsins Hornarfjarðar. Eystrahorn er mikilvægur miðill fyrir samfélagið og nú er komið að nýjum kafla í útgáfu blaðsins. Albert hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir vel unnið starf í þágu Eystrahorns og Hornafjarðar og höfum við hjónin, Tjörvi Óskarsson...
Vilt þú taka við Eystrahorni?
Eftir lærdómsríkt og mjög skemmtilegt ár sem ritstjóri Eystrahorns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Þakklæti er mér efst í huga eftir árið, það var dýrmætt að finna fyrir stuðningi samfélagsins og góðum móttökum hvert sem tilefnið hefur verið.Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa komið að blaðinu með einum eða...