Fermingarminning Guðbjargar Sigurðardóttur
Fermingin mín fór fram 17.maí árið 1964 í Kálfafellskirkju í Suðursveit við vorum tvö fermingarsystkini sem fermdumst þennan dag. Ég var í ljósbláum fermingarkjól sem móðir mín saumaði á mig og hælaskóm. Á þeim tíma mátti maður fyrst fara í hælaskó á fermingunni, ég fékk þá nokkrum dögum áður til þess að æfa mig í að ganga...
Þorvaldur þusar 14.desember
Um þessar mundir virðist umræðan um niðurstöður úr nýrri Písakönnun vera þjóðinni hugleikin.Nú hafa verið birtar niðurstöður úr síðustu Písakönnun. Ísland stendur sig illa. Áberandi er að drengir eru verri íles- og málskilningi en stúlkur, sem eru lakari jafnöldrum sínum annars staðar. Hvað veldur? Það eru margir þættir sem valda þessum slaka árangri.Líklegt er að færri foreldrar...
Hornafjörður togaði okkur til sín
Gunnar og Helena eru starfandi og búandi hér á Höfn þessi misserin. Hornafjarðarævintýrið byrjaði á þann veg að Helena heimsótti bróður sinn og mágkonu sem höfðu keypt sér hús og opnað veitingastaðinn Ottó. Staðurinn togaði Helenu til sín, sem flutti haustið 2018 og Gunnar, hundur og kettir komu í kjölfarið. Gunnar er heilsunuddari í Sporthöllinni og sjúkraliði...
Brasilísk að uppruna en íslendingar í hjartanu
Að flytja til nýs lands er merkileg lífsreynsla, það felur í sér að skilja eftir hið kunnuglega og umfaðma hið óþekkta. Eystrahorn settist niður með Luiz Carlos da Silva og Alessandra Kehl sem fluttu til Íslands frá Brasilíu og hafa búið á Hornafirði í áratug. Luiz starfar sem tónlistarkennari við Tónskóla A-Skaft og Alessandra starfar á hjúkrunarheimilinu....
Vilt þú taka við Eystrahorni?
Eftir lærdómsríkt og mjög skemmtilegt ár sem ritstjóri Eystrahorns hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Þakklæti er mér efst í huga eftir árið, það var dýrmætt að finna fyrir stuðningi samfélagsins og góðum móttökum hvert sem tilefnið hefur verið.Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum sem hafa komið að blaðinu með einum eða...