Jólakveðja frá félagi eldri hornfirðinga
Kæru félagar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs viljum við þakka góðar stundir á árinu. Starfsemin hefur verið blómleg í ár t.d. þorrablót, farið í frábæra ferð á Mýrarnar í vor og nýlega var velheppnuð jólasamvera á “Heppu” hvar mættu 103 félagar. Við viljum líka þakka þeim sem komið hafa að starfinu...
Tónskóli A-Skaft. 50 ára
Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns settur í fyrsta sinn, 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan. Árið 1981 var samþykkt að breyta nafni skólans í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Í tilefni afmælisins ætlum við að vera með tónleika og kaffisamsæti handa gestum og gangandi þann dag, þ.e 1. desember. Tónskólinn...
Árið í Vatnajökulsþjóðgarði –helstu vörður ársins 2023 á suðursvæði
Fjölmargir gestir leggja leið sína í Skaftafell og á Breiðamerkursand allt árið um kring. Margir koma á eigin vegum til að skoða náttúruperlurnar en einnig eru samlegðaráhrif þar sem margir koma á svæðið til að nýta þjónustu afþreyingarfyrirtækjanna sem starfa innan þjóðgarðs og skoða þá fleira í leiðinni - eða öfugt, koma til að skoða náttúruperlurnar og...
Íþróttamaður USÚ fyrir árið 2019
Þann 2. júní síðastliðinn fór fram 87. ársþing USÚ en það fór fram í Stekkhól, félagsheimili Hestamannafélagsins Hornfirðings Þingið var vel sótt, 38 fulltrúar af 46 mættu og öll félög sendu fulltrúa. Til stóð að halda þingið þann 24. mars en í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 var þinginu frestað. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ, setti þingið og...
Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar
Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru
styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hennar mikilvægi þess að koma saman og fagna fjölbreyttri...