Upplýsingafundur um COVID-19
Haldinn
verður
upplýsingafundur í Nýheimum miðvikudaginn 11. mars kl: 20:00 þar sem gefst
kostur á að fræðast um COVID-19 og viðbrögð almannavarna í Sveitarfélaginu
Hornafirði.
Fundinum verður streymt á heimasíðu sveitarfélagsins www.hornafjordur.is
Hægt er að senda inn spurningar á www.slido.com #5852. Við hvetjum einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti að vera heima og fylgjast með fundinum...
Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....
Stiklað á stóru í starfi Náttúrustofu Suðausturlands árið 2019
Hér á Suðausturlandi er náttúran í mörgu einstök, jafnvel á heimsvísu. Má t.d. nefna að óvíða er jafn gott aðgengi að jöklum, hér er auðugt fuglalíf árið um kring og nokkrar dýrategundir eru nánast eingöngu bundnar við þennan landshluta. Það eru til dæmis tröllasmiður, helsingi (í varpi) og hreindýr, sem reyndar dreifast um austanvert landið. Jarðfræðin hér...
Ný verslun í kjallara kaupmannshússins
Otto Veitingahús & Verslun er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað vorið 2018 af Auði Mikaelsdóttur framreiðslumeistara og Andrési Bragasyni matreiðslumeistara. Frá upphafi hefur starfsemi Otto verið ætluð heimamönnum fyrst og fremst. Handverkið er í hávegum haft og allt er lagað frá grunni. Öll soð, sósur, marineringar, allur bakstur og öll matreiðsla er unnin frá grunni. Það er okkar sérstaða....
ÁRSREIKNINGUR SVEITARFÉLAGSINS HORNAFJARÐAR 2022 – ...
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2022 sýnir jákvæða afkomu og sterka stöðu sveitarsjóðs. Afkoma A-hluta var jákvæð um 218 milljónir króna og í A- og B-hluta var niðurstaðan jákvæð um 232 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2022 í A- og B-hluta nam 5.709 milljónum króna og var 4.984 milljónir króna í A-hluta....